Fótbolti

Kári: Fáum eitt dauðafæri og oftast er það nóg

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Kári Árnason var svekktur eftir markalaust jafntefli við Tyrki ytra í kvöld, en þau úrslit þýða að Ísland fer ekki upp úr riðlinum í undankeppni EM 2020.„Við fengum færin til að klára leikinn, sami hafsentinn bjargar þeim tvisvar,“ sagði Kári við Óskar Ófeig Jónsson í Istanbúl.Ísland þurfti sigur í leiknum en sóttu þó ekki af fullum krafti fyrr en í lok leiksins.„Við höfum oft unnið útfrá því að sækja síðustu 10-15 mínúturnar. Það er kannski engin ástæða til þess að gera það fyrr. Ef þeir skora eitt þá er þetta bara búið.“„Við fáum færin, Höddi á skalla og þeir bjarga á línu og Gulli á skot sem þeir henda sér mjög vel fyrir. Færin voru þarna, en stundum er þetta bara svona.“„Þeir eiga eitt færi í leiknum og það kemur upp úr misskilningi. Þeir eru að skapa lítið. Við fengum eitt dauðafæri og oftast þurfum við ekki meira en það.“

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.