Fótbolti

Hörður Björgvin: Svekkjandi því markmaðurinn átti ekki séns

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Hörður Björgvin Magnússon var nálægt því að vera hetja Íslands gegn Tyrkjum í kvöld, en liðin gerðu markalaust jafntefli í undakeppni EM 2020.

„Maður fær ekki oft svona tækifæri til þess að koma inn á lokamínútunum og skora síðasta markið, en það vantaði örlítið upp á að hann myndi fara alveg inn,“ sagði Hörður Björgvin við Óskar Ófeig Jónsson í Istanbúl en hann átti skalla sem var bjargað á línu.

„Svekkjandi að sjá þetta ekki sem mark því þetta var það góður skalli og markmaðurinn átti ekki séns. Svekkjandi að við náðum ekki að pota einu marki.“

„Við spiluðum mjög góðan leik og vorum vel gíraðir eins og sást. Við unnum nánast öll návígi, það vantaði bara herslumuninn.“

Komu Tyrkir honum á óvart í leiknum, hversu varnarsinnaðir þeir voru?

„Þeir spiluðu meiri varnarleik á móti okkur núna, reyndu að beita meiri skyndisóknum. Þeir fengu tvær, þrjár en það kom ekkert út úr þeim.“

„Við vitum að Tyrkir eru með gott lið en við getum alltaf strítt þeim.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×