Innlent

Við stýrið undir áhrifum með þýfi og hníf

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Ökumaðurinn var stöðvaður af lögreglunni á Suðurnesjum á Reykjanesbraut.
Ökumaðurinn var stöðvaður af lögreglunni á Suðurnesjum á Reykjanesbraut. vísir/vilhelm

Ökumaður sem stöðvaður var í vikunni við hefðbundið eftirlit lögreglunnar á Suðurnesjum á Reykjanesbraut grunaður um fíkniefnaakstur reyndist vera undir áhrifum amfetamíns.

Þá fundust í bílnum nokkrir hvarfakútar og hluti úr bílvél sem taldir eru vera þýfi. Auk þess var maðurinn með hníf í fórum sínum sem var haldlagður.

Fáeinir ökumenn til viðbótar voru líka teknir úr umferð vegna gruns um fíkniefnaakstur að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum.

Auk þess var lögreglu tilkynnt um að brotist hefði verið inn í bifreið og þaðan stolið ýmsum munum. Var meðal annars um að ræða mottur, varadekk og þokuljós.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.