Fótbolti

Sportpakkinn: Sjáðu þrennur Kane og Ronaldo

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Cristiano Ronaldo
Cristiano Ronaldo vísir/getty

Það var markaveisla í leikjum Englands og Portúgal í undankeppni EM 2020 í gærkvöld.

Harry Kane og Cristiano Ronaldo skoruðu báðir þrennu í leikjum sínum.

Guðjón Guðmundsson tók saman mörkin úr leikjunum í Sportpakkanum.

England vann 7-0 sigur á Svartfjallalandi á heimavelli og tryggði sætið á EM 2020 með stæl. Kane skoraði þrennu á tuttugu mínútna kafla í hálfleik.

Hin mörk Englendinga skoruðu Alex Oxlade-Chamberlain, Marcus Rashford, Tammy Abraham og Svartfellingar gerðu eitt sjálfsmark.

Portúgal vann 6-0 sigur á Litháen þar sem Ronaldo skoraði þrennu.

Hann er nú kominn í 98 landsliðsmörk og styttist óðum í að hann verði markahæsti landsliðsmaður allra tíma, en það er Íraninn Ali Daei sem skoraði 109 mörk á ferlinum.


Klippa: Sportpakkinn: Kane og Ronaldo með þrennur í markaveislumAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.