Fótbolti

Rak Rúrik af velli þegar hann dæmdi síðast hjá Íslandi

Óskar Ófeigur Jónsson í Chisinau skrifar
Rúrik Gíslason lenti illa í því hjá Tékkunum fyrir nokkrum árum.
Rúrik Gíslason lenti illa í því hjá Tékkunum fyrir nokkrum árum. Getty/Lars Baron

Tékkinn Pavel Královec mun dæma leik Moldóvu og Íslands í undankeppni EM 2020 á sunnudagskvöldið.

Pavel Královec er 42 ára gamall verkfræðingur frá Domazlice sem er borg við landamæri Þýskalands í suður Tékklandi.

Þetta verður í annað skiptið sem Pavel Královec dæmir hjá Íslandi en hann dæmdi einnig útileik íslenska liðsins á móti Finnlandi í undankeppni HM 2018.

Íslenska liðið tapaði þá óvænt 1-0 á móti Finnum í Tampere. Sigurmarkið kom úr umdeildri aukaspyrnu strax á áttundu mínútu.

Fjórir leikmenn íslenska liðsins fengu gult spjald hjá Královec þar af fékk Rúrik Gíslason tvö.

Rúrik kom inn á sem varamaður á 60. mínútu og fékk gul spjöld á 73. og 75. mínútu. Íslenska liðið spilaði því manni færra síðasta korterið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.