Fótbolti

Rak Rúrik af velli þegar hann dæmdi síðast hjá Íslandi

Óskar Ófeigur Jónsson í Chisinau skrifar
Rúrik Gíslason lenti illa í því hjá Tékkunum fyrir nokkrum árum.
Rúrik Gíslason lenti illa í því hjá Tékkunum fyrir nokkrum árum. Getty/Lars Baron
Tékkinn Pavel Královec mun dæma leik Moldóvu og Íslands í undankeppni EM 2020 á sunnudagskvöldið.

Pavel Královec er 42 ára gamall verkfræðingur frá Domazlice sem er borg við landamæri Þýskalands í suður Tékklandi.

Þetta verður í annað skiptið sem Pavel Královec dæmir hjá Íslandi en hann dæmdi einnig útileik íslenska liðsins á móti Finnlandi í undankeppni HM 2018.

Íslenska liðið tapaði þá óvænt 1-0 á móti Finnum í Tampere. Sigurmarkið kom úr umdeildri aukaspyrnu strax á áttundu mínútu.

Fjórir leikmenn íslenska liðsins fengu gult spjald hjá Královec þar af fékk Rúrik Gíslason tvö.

Rúrik kom inn á sem varamaður á 60. mínútu og fékk gul spjöld á 73. og 75. mínútu. Íslenska liðið spilaði því manni færra síðasta korterið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×