Fótbolti

Hannes fyrstur til að halda hreinu í tuttugu mótleikjum

Óskar Ófeigur Jónsson í Chisinau skrifar
Hannes Þór Halldórsson fagnar eftir jafnteflið á móti Argentínu á HM 2018.
Hannes Þór Halldórsson fagnar eftir jafnteflið á móti Argentínu á HM 2018. Getty/Chris Brunskill

Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hélt marki sínu hreinu í leiknum við Tyrki í Istanbul á fimmtudagskvöldið.

Með þessu náði Hannes flottum tímamótum en hann hefur nú náð að halda markinu hreinu í tuttugu keppnisleikjum með íslenska landsliðinu.

Hannes hefur haldið hreinu tólf sinnum í 24 leikjum í EM og átta sinnum í 24 leikjum í HM.

Hannes hefur fundið sérstaklega vel á móti Tyrkjum þar sem hann hefur haldið íslenska markinu hreinu í fjórum af fimm leikjum.

Þetta var fimmti leikurinn í þessari undankeppni þar sem Hannes fær ekki á sig mark en hafði áður haldið hreinu í báðum leikjum á móti Andorra og einnig í heimaleikjunum við Albaníu og Moldóvu.

Hannes var fyrir löngu síðan búinn að taka metið af Birki Kristinssyni sem hélt markinu hreinu í ellefu landsleikjum á sínum tíma.

Markverðir sem hafa haldið oftast hreinu í mótsleik:
20 - Hannes Þór Halldórsson
11 - Birkir Kristinsson
6 - Árni Gautur Arason
4 - Bjarni Sigurðsson
2 - Sigurður Dagsson
2 - Kristján Finnbogason

Hannes Þór Halldórsson og hreint mark í undank. HM og EM:
EM 2012 - 1 leikur
HM 2014 - 3 leikir
EM 2016 - 6 leikir
HM 2018 - 3 leikir
EM 2020 - 5 leikir
Samtals: 20 leikirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.