Fótbolti

Aðeins átta ár síðan að Ísland var langt á eftir Moldóvu á FIFA-listanum

Óskar Ófeigur Jónsson í Chisinau skrifar
Birkir Bjarnason skorar fyrir Ísland í úrslitakeppni U-21 sumarið 2011 en rúmum mánuði síðar var íslenska A-landsliðið 36 sætum á eftir Moldvóu á FIFA-listanum. Þessi kynslóð 21 árs landsliðsins átti heldur eftir að breyta því.
Birkir Bjarnason skorar fyrir Ísland í úrslitakeppni U-21 sumarið 2011 en rúmum mánuði síðar var íslenska A-landsliðið 36 sætum á eftir Moldvóu á FIFA-listanum. Þessi kynslóð 21 árs landsliðsins átti heldur eftir að breyta því. Getty/Michael Steele

Ísland á að vinna svokallaðan skyldusigur á Moldóvum í lokaleik sínum í undankeppni EM 2020 annað kvöld enda er Ísland 135 sætum ofar en Moldóva á nýjasta FIFA-listanum.

Moldóva er í 175. sæti á styrkleikalista Alþjóðlega knattspyrnusambandsins og hefur aldrei verið neðar á listanum. Íslenska liðið hefur verið að falla niður listann er enn inn á topp fjörutíu.

Moldóvar féllu niður um þrjú sæti á síðasta lista en þeir voru í 172. sæti á listanum á undan og í 170. sæti þegar þeir heimsóttu Íslands í júní.

Þegar uppgangur íslenska landsliðsins hófst með ráðningu Lars Lagerback árið 2011 þá höfðu Moldóvar verið á undan íslenska landsliðið á FIFA-listanum.

Í ágúst 2011 þá voru Moldóvar til dæmis í 88. sæti listans en íslenska liðið var þá 36 sætum neðar í 124. sæti.

Íslenska landsliðið komst hæst í átjánda sæti listans vorið 2018. Á listanum í febrúar 2018 var íslenska liðið 148 sætum á undan Moldóvu sem var þá dottið niður í 166. sæti.

Frá ágúst 2011 til febrúar 2018 voru því 184 sæti sveifla á stöðu þjóðanna á FIFA-listanum.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.