Fótbolti

Aðeins átta ár síðan að Ísland var langt á eftir Moldóvu á FIFA-listanum

Óskar Ófeigur Jónsson í Chisinau skrifar
Birkir Bjarnason skorar fyrir Ísland í úrslitakeppni U-21 sumarið 2011 en rúmum mánuði síðar var íslenska A-landsliðið 36 sætum á eftir Moldvóu á FIFA-listanum. Þessi kynslóð 21 árs landsliðsins átti heldur eftir að breyta því.
Birkir Bjarnason skorar fyrir Ísland í úrslitakeppni U-21 sumarið 2011 en rúmum mánuði síðar var íslenska A-landsliðið 36 sætum á eftir Moldvóu á FIFA-listanum. Þessi kynslóð 21 árs landsliðsins átti heldur eftir að breyta því. Getty/Michael Steele
Ísland á að vinna svokallaðan skyldusigur á Moldóvum í lokaleik sínum í undankeppni EM 2020 annað kvöld enda er Ísland 135 sætum ofar en Moldóva á nýjasta FIFA-listanum.

Moldóva er í 175. sæti á styrkleikalista Alþjóðlega knattspyrnusambandsins og hefur aldrei verið neðar á listanum. Íslenska liðið hefur verið að falla niður listann er enn inn á topp fjörutíu.

Moldóvar féllu niður um þrjú sæti á síðasta lista en þeir voru í 172. sæti á listanum á undan og í 170. sæti þegar þeir heimsóttu Íslands í júní.

Þegar uppgangur íslenska landsliðsins hófst með ráðningu Lars Lagerback árið 2011 þá höfðu Moldóvar verið á undan íslenska landsliðið á FIFA-listanum.

Í ágúst 2011 þá voru Moldóvar til dæmis í 88. sæti listans en íslenska liðið var þá 36 sætum neðar í 124. sæti.

Íslenska landsliðið komst hæst í átjánda sæti listans vorið 2018. Á listanum í febrúar 2018 var íslenska liðið 148 sætum á undan Moldóvu sem var þá dottið niður í 166. sæti.

Frá ágúst 2011 til febrúar 2018 voru því 184 sæti sveifla á stöðu þjóðanna á FIFA-listanum.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.