Fótbolti

Engin er þjálfari Moldóva

Óskar Ófeigur Jónsson í Chisinau skrifar
Engin Firat var flottur en ekki alveg sáttur á hliðarlínunni á móti Frökkum.
Engin Firat var flottur en ekki alveg sáttur á hliðarlínunni á móti Frökkum. Getty/TF-Images
Einu sinni var Engin í marki Tyrkja en nú er Engin að þjálfa landslið Moldóva.Íslenska landsliðið mætir tyrkneskum þjálfara annan leikinn í röð þegar liðið leikur lokaleik sinn í undankeppni EM 2020.Íslenska liðið gerði markalaust jafntefli á móti Senol Günes og lærisveinum hans í tyrkneska landsliðinu i Istanbul á fimmtudagskvöldið en nú er komið að leik á móti botnliði Moldóva.Þjálfari landsliðs Moldóva er Tyrkinn Engin Firat sem er aðeins að fara stýra landsliðinu í annað skiptið annað kvöld.Firat er 49 ára gamall og fæddur í Istanbul í Tyrklandi en eyddi stærstum hluta æsku sinnar í Þýskalandi. Hann telur sig verða tyrkneskan Þjóðverja. Engin hefur verið lengi að og er með mikla reynslu sem þjálfari bæði í þýsku og tyrknesku deildinni.Engin Firat tók við landsliði Moldóva í lok október og stýrði liðinu í fyrsta sinn í leiknum á móti Frökkum á dögunum þar sem heimsmeistararnir mörðu nauman sigur.Fyrir lið sem var búið að tapa fimm leikjum í röð með markatölunni 0-14 þegar hann tók við er óhætt að segja að þessi leikur á Stade de France hafi verið mikil framför.Engin Firat er þekktur fyrir leiðtogahæfileika sína og gott taktískt skipulag. Frakkarnir áttu greinilega í miklum vandræðum með botnlið riðilsins og taktík Firat gekk því vel upp í París á fimmtudaginn var.Leikur Moldóvu og Íslands hefst klukkan 19.45 að íslenskum tíma annað kvöld.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.