Íslenski boltinn

Heimir byrjaði á sigri með Val

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Andri Adolphsson skoraði fyrir Val í dag
Andri Adolphsson skoraði fyrir Val í dag vísir/daníel

Valur hafði betur gegn Stjörnunni í fyrsta leik liðanna í Bose-mótinu í dag.

Ólafur Jóhannesson var að stýra Stjörnunni í fyrsta skipti, en hann tók við sem þjálfari ásamt Rúnari Páli Sigmundssyni á dögunum. Ólafur hefur stýrt Val síðustu ár.

Það voru gestirnir frá Hlíðarenda sem höfðu betur 3-2. Sverrir Páll Hjaltested, Ívar Örn Jónsson og Andri Adolphsson gerðu mörk Vals. Hilmar Árni Halldórsson og Þorri Geir Rúnarsson skoruðu fyrir Stjörnuna.

Heimir Guðjónsson byrjar því stjóratíð sína á Hlíðarenda með sigri, en hann tók við liði Vals í haust.

Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.