Íslenski boltinn

Heimir byrjaði á sigri með Val

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Andri Adolphsson skoraði fyrir Val í dag
Andri Adolphsson skoraði fyrir Val í dag vísir/daníel
Valur hafði betur gegn Stjörnunni í fyrsta leik liðanna í Bose-mótinu í dag.

Ólafur Jóhannesson var að stýra Stjörnunni í fyrsta skipti, en hann tók við sem þjálfari ásamt Rúnari Páli Sigmundssyni á dögunum. Ólafur hefur stýrt Val síðustu ár.

Það voru gestirnir frá Hlíðarenda sem höfðu betur 3-2. Sverrir Páll Hjaltested, Ívar Örn Jónsson og Andri Adolphsson gerðu mörk Vals. Hilmar Árni Halldórsson og Þorri Geir Rúnarsson skoruðu fyrir Stjörnuna.

Heimir Guðjónsson byrjar því stjóratíð sína á Hlíðarenda með sigri, en hann tók við liði Vals í haust.

Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.