Fótbolti

„Sólin skín á ný, jafnvel eftir versta storminn“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Alfreð verður frá keppni næstu vikurnar.
Alfreð verður frá keppni næstu vikurnar. vísir/vilhelm
Alfreð Finnbogason er staðráðinn í að koma sterkur til baka eftir meiðslin sem hann varð fyrir í leik Tyrklands og Íslands á fimmtudaginn.

Eftir rúmlega 20 mínútur fór Alfreð úr axlarlið eftir að Çağlar Söyüncü, miðvörður Tyrkja, stjakaði við honum.

Eftir leikinn fór Alfreð til Þýskalands þar sem hann verður í endurhæfingu.

„Úrslitin á voru mikil vonbrigði en að meiðast gerði þetta enn súrara,“ skrifaði Alfreð á Instagram.

„Bataferlið er þegar hafið og ég mun leggja harðar að mér en nokkru sinni til að komast sem fyrst aftur á völlinn að gera það sem ég elska. Sólin skín á ný, jafnvel eftir versta storminn.“

Ísland mætir Moldóvu í Kísínev í lokaleik sínum í undankeppni EM 2020 annað kvöld. Íslendingar eiga ekki lengur möguleika á að komast beint á EM en eru öruggir með sæti í umspili á næsta ári.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.