Andrés Bretaprins hafnar ásökunum um nauðgun Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. nóvember 2019 09:39 Andrés prins. Vísir/Getty Andrés Bretaprins, hertoginn af Jórvík og sonur Elísabetar Englandsdrottningar, hafnar alfarið ásökunum bandarískrar konu á hendur honum. Hún segist hafa verið undir lögaldri þegar prinsinn á að hafa neytt hana til þess að stunda með honum kynlíf, og þannig nauðgað henni. Prinsinn var til viðtals hjá breska ríkissjónvarpinu í gær, þar sem hann svaraði meðal annars spurningum um meint tengsl sín við barnaníðinginn og viðskiptajöfurinn Jeffrey Epstein, auk þess sem hann hafnaði ásökunum hinnar bandarísku Virginiu Giuffre. Giuffre, sem gekk undir nafninu Virginia Roberts þegar hin meintu brot prinsins á henni eiga að hafa átt sér stað, segist alls þrisvar hafa verið látin stunda samfarir við Andrés á árunum 2001 og 2002. Segist hún hafa verið 17 ára þegar brotin hófust. Hún segir brot prinsins gegn sér hafa átt sér stað í London, New-York og á einkaeyja Epstein í Bandarísku Jómfrúaeyjum. „Ég man ekki eftir að hafa hitt þessa konu. Bara alls ekki,“ sagði prinsinn í viðtalinu við BBC. Þá sagði Andrés meðal annars að framburður Giuffre um að prinsinn hefði „svitnað ákaflega mikið“ þegar þau dönsuðu á skemmtistað geti ekki staðist, hann sé nefnilega haldinn kvilla sem veldur því að hann geti einfaldlega ekki svitnað. Mikið hefur verið rætt og ritað um viðtalið í Bretlandi en fjölmiðlar þar í landi telja viðtalið hafa verið misheppnað og illa úthugsað skref hjá prinsinum. Viðtalið í heild má sjá hér að neðan. Bretland Mál Jeffrey Epstein Kóngafólk Kynferðisofbeldi Mál Andrésar prins Tengdar fréttir Konungsfjölskyldan segir ásakanir á hendur Andrési prins vera andstyggilegar Andrés prins segist vera hneykslaður á ásökunum um að hann hafi framið kynferðisbrot eftir að breski fjölmiðillinn Mail on Sunday birti myndir af honum og auðkýfinginum Jeffrey Epstein sem teknar voru á heimili Epstein árið 2010. 19. ágúst 2019 07:20 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Fleiri fréttir Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Sjá meira
Andrés Bretaprins, hertoginn af Jórvík og sonur Elísabetar Englandsdrottningar, hafnar alfarið ásökunum bandarískrar konu á hendur honum. Hún segist hafa verið undir lögaldri þegar prinsinn á að hafa neytt hana til þess að stunda með honum kynlíf, og þannig nauðgað henni. Prinsinn var til viðtals hjá breska ríkissjónvarpinu í gær, þar sem hann svaraði meðal annars spurningum um meint tengsl sín við barnaníðinginn og viðskiptajöfurinn Jeffrey Epstein, auk þess sem hann hafnaði ásökunum hinnar bandarísku Virginiu Giuffre. Giuffre, sem gekk undir nafninu Virginia Roberts þegar hin meintu brot prinsins á henni eiga að hafa átt sér stað, segist alls þrisvar hafa verið látin stunda samfarir við Andrés á árunum 2001 og 2002. Segist hún hafa verið 17 ára þegar brotin hófust. Hún segir brot prinsins gegn sér hafa átt sér stað í London, New-York og á einkaeyja Epstein í Bandarísku Jómfrúaeyjum. „Ég man ekki eftir að hafa hitt þessa konu. Bara alls ekki,“ sagði prinsinn í viðtalinu við BBC. Þá sagði Andrés meðal annars að framburður Giuffre um að prinsinn hefði „svitnað ákaflega mikið“ þegar þau dönsuðu á skemmtistað geti ekki staðist, hann sé nefnilega haldinn kvilla sem veldur því að hann geti einfaldlega ekki svitnað. Mikið hefur verið rætt og ritað um viðtalið í Bretlandi en fjölmiðlar þar í landi telja viðtalið hafa verið misheppnað og illa úthugsað skref hjá prinsinum. Viðtalið í heild má sjá hér að neðan.
Bretland Mál Jeffrey Epstein Kóngafólk Kynferðisofbeldi Mál Andrésar prins Tengdar fréttir Konungsfjölskyldan segir ásakanir á hendur Andrési prins vera andstyggilegar Andrés prins segist vera hneykslaður á ásökunum um að hann hafi framið kynferðisbrot eftir að breski fjölmiðillinn Mail on Sunday birti myndir af honum og auðkýfinginum Jeffrey Epstein sem teknar voru á heimili Epstein árið 2010. 19. ágúst 2019 07:20 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Fleiri fréttir Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Sjá meira
Konungsfjölskyldan segir ásakanir á hendur Andrési prins vera andstyggilegar Andrés prins segist vera hneykslaður á ásökunum um að hann hafi framið kynferðisbrot eftir að breski fjölmiðillinn Mail on Sunday birti myndir af honum og auðkýfinginum Jeffrey Epstein sem teknar voru á heimili Epstein árið 2010. 19. ágúst 2019 07:20