Fótbolti

Benzema vill spila fyrir aðra þjóð en Frakka

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Benzema hefur verið heitur með Real Madrid að undanförnu
Benzema hefur verið heitur með Real Madrid að undanförnu vísir/getty
Karim Benzema vill fá að spila fyrir annað landslið þar sem hann er ekki í náðinni hjá landsliðsþjálfurum Frakka.Benzema var settur í ótímabundið bann frá franska landsliðinu í desember 2015 þegar hann var sakaður um að hafa reynt að kúga peninga út úr liðsfélaga sínum.Í október 2016 sagði forseti franska knattspyrnusambandsins að Didier Deschamps gæti valið hann í liðið á nýjan leik, sem hann hefur ekki gert.Forsetinn sagði hins vegar um helgina að landsliðsferill Benzema með Frökkum væri búinn.Benzema svaraði honum á Twitter og sagði að enginn nema hann sjálfur gæti endað landsliðsferil sinn.„Ef þú heldur að ég sé búinn að vera leyfðu mér þá að spila fyrir eitt af löndunum sem ég gæti spilað fyrir og við munum sjá til,“ skrifaði Benzema.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.