Fótbolti

Byrjunarliðið gegn Moldóvu: Mikael byrjar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mikael byrjar sinn fyrsta keppnisleik með landsliðinu í kvöld.
Mikael byrjar sinn fyrsta keppnisleik með landsliðinu í kvöld. vísir/getty
Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn gegn Moldóvu í kvöld. Þetta er síðasti leikur Íslands í undankeppni EM 2020.Hamrén gerir þrjár breytingar á byrjunarliðinu frá leiknum gegn Tyrklandi á fimmtudaginn. Arnór Sigurðsson, Mikael Neville Anderson og Sverrir Ingi Ingason koma inn fyrir Alfreð Finnbogason, Arnór Ingva Traustason og Kára Árnason.Líkt og gegn Tyrklandi stillir Hamrén upp í leikkerfið 4-4-2. Kolbeinn Sigþórsson og Jón Daði Böðvarsson eru saman í fremstu víglínu.Mikael er í byrjunarliði Íslendinga í fyrsta sinn í keppnisleik. Hann kom inn á sem varamaður gegn Tyrkjum líkt og Arnór.Ísland á ekki lengur möguleika á að komast beint á EM 2020 en er öruggt með sæti í umspili í mars á næsta ári.Leikur Moldóvu og Íslands hefst klukkan 19:45 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.Byrjunarliðið má sjá hér fyrir neðan.Byrjunarlið Íslands:Markvörður: Hannes Þór HalldórssonHægri bakvörður: Guðlaugur Victor PálssonMiðverðir: Sverrir Ingi Ingason og Ragnar SigurðssonVinstri bakvörður: Ari Freyr SkúlasonHægri kantmaður: Arnór SigurðssonMiðjumenn: Birkir Bjarnason og Gylfi Þór Sigurðsson (fyrirliði)Vinstri kantmaður: Mikael Neville AndersonFramherjar: Jón Daði Böðvarsson og Kolbeinn Sigþórsson
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.