Enski boltinn

Samherji Gylfa baunar á pabba sinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kean hefur átt erfitt uppdráttar hjá Everton.
Kean hefur átt erfitt uppdráttar hjá Everton. vísir/getty
Samband Moise Kean, leikmanns Everton, og föður hans er greinilega ekki með besta móti.

Jean Kean sagði á dögunum að Moise hefði tekið ranga ákvörðun þegar hann gekk í raðir Everton í sumar. Pabbinn sagðist einnig vonast til þess að sonurinn kæmi aftur til Ítalíu sem fyrst.

Moise tók gagnrýni föður síns ekki þegjandi og hljóðalaust.

„Ekki tala um mitt líf þegar þitt er ekki til fyrirmyndar,“ skrifaði Moise á Instagram. „Ég hræðist ekki slæmu tímana því þeir bestu koma þar á eftir.“

Kean hefur ekki enn skorað í ellefu leikjum fyrir Everton. Hann hefur aðeins verið í byrjunarliðinu í tveimur leikjum í ensku úrvalsdeildinni.

Hann var ekki í leikmannahópi liðsins í 1-2 sigrinum á Southampton því hann mætti of seint á liðsfund fyrir leikinn.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.