450 alþjóðlegir kvenleiðtogar ræða málin í Hörpu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. nóvember 2019 13:59 Hluti þeirra kvenleiðtoga sem sækja heimsþingið heimsóttu Alþingi í morgun. Alþingi Fyrrverandi forsætisráðherra Ástralíu, forsetaframbjóðandi í Nígeríu og 10 ára aðgerðasinni frá Sýrlandi eru meðal þeirra um 450 kvenleiðtogar frá yfir 100 löndum sækja heimsþing um jafnréttismál sem hefst í Hörpu á morgun. Markmiðið með þinginu er að skapa vettvang fyrir konur til að ræða og finna leiðir til að takast á við ýmsar áskoranir sem heimsbyggðin stendur frami fyrir að því er haft er eftir Silvönu Koch-Mehrin, forseta og stafnanda WPL í fréttatilkynningu. „Til að flýta aðgerðum hefur Heimsþingið ákveðið að hrinda úr vör aðgerðaáætlun þar sem innlendir og erlendir samstarfsaðilar taka þátt í samkomulagi um beinar aðgerðir sem verða kynntar á þinginu,“ er haft eftir Koch-Mehrin. Þetta er í annað sinn sem ráðstefnan er haldin hér á landi en að henni standa samtökin Women Leaders Global Forum í samstarfi við ríkisstjórn Íslands og Alþingi auk annarra alþjóðlegra samstarfsaðila. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands er sérstakur verndari þingsins. Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi Alþingismaður og ráðherra er stjórnarformaður WPL. „Að Heimsþing kvenleiðtoga eigi heimili sitt á Íslandi er mjög mikilvægt, ekki aðeins fyrir þann stóra hóp kvenleiðtoga úr stjórnmálum, viðskiptum og víðar sem koma til að deila reynslu sinni, leiðum og lausnum, heldur einnig fyrir Ísland til að miðla af því sem vel hefur reynst hér til að jafna tækifæri kynjanna,“ er haft eftir Hönnu Birnu í tilkynningunni. Þótt ráðstefnan hefjist formlega ekki fyrr en á morgun er einnig dagskrá í dag. Hluti af hópnum heimsótti til að mynda Alþingi í morgun og síðdegis í dag verður móttaka á Bessastöðum fyrir gesti ráðstefnunnar en nánar má lesa um dagskrána hér. Á þinginu verða jafnframt veittar sérstakar jafnréttisviðurkenningar til tuttugu aðila sem hafa náð árangri í jafnréttismálum víða um heim. Þá verða kynntar niðurstöður mælingar á viðhorfum tíu þúsund einstaklinga víða að úr heiminum til kvenna og karla í ólíkum leiðtogahlutverkum. Alþingi Jafnréttismál Reykjavík Utanríkismál Heimsþing kvenleiðtoga Tengdar fréttir Fjögur hundruð kvenleiðtogar funda í Hörpu Heimsþing kvenleiðtoga var sett í Silfurbergi í Hörpu kl. 9.30 í dag með ávarpi Katrínar Jakobsdóttur forsætirsráðherra. 27. nóvember 2018 10:03 Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Fyrrverandi forsætisráðherra Ástralíu, forsetaframbjóðandi í Nígeríu og 10 ára aðgerðasinni frá Sýrlandi eru meðal þeirra um 450 kvenleiðtogar frá yfir 100 löndum sækja heimsþing um jafnréttismál sem hefst í Hörpu á morgun. Markmiðið með þinginu er að skapa vettvang fyrir konur til að ræða og finna leiðir til að takast á við ýmsar áskoranir sem heimsbyggðin stendur frami fyrir að því er haft er eftir Silvönu Koch-Mehrin, forseta og stafnanda WPL í fréttatilkynningu. „Til að flýta aðgerðum hefur Heimsþingið ákveðið að hrinda úr vör aðgerðaáætlun þar sem innlendir og erlendir samstarfsaðilar taka þátt í samkomulagi um beinar aðgerðir sem verða kynntar á þinginu,“ er haft eftir Koch-Mehrin. Þetta er í annað sinn sem ráðstefnan er haldin hér á landi en að henni standa samtökin Women Leaders Global Forum í samstarfi við ríkisstjórn Íslands og Alþingi auk annarra alþjóðlegra samstarfsaðila. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands er sérstakur verndari þingsins. Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi Alþingismaður og ráðherra er stjórnarformaður WPL. „Að Heimsþing kvenleiðtoga eigi heimili sitt á Íslandi er mjög mikilvægt, ekki aðeins fyrir þann stóra hóp kvenleiðtoga úr stjórnmálum, viðskiptum og víðar sem koma til að deila reynslu sinni, leiðum og lausnum, heldur einnig fyrir Ísland til að miðla af því sem vel hefur reynst hér til að jafna tækifæri kynjanna,“ er haft eftir Hönnu Birnu í tilkynningunni. Þótt ráðstefnan hefjist formlega ekki fyrr en á morgun er einnig dagskrá í dag. Hluti af hópnum heimsótti til að mynda Alþingi í morgun og síðdegis í dag verður móttaka á Bessastöðum fyrir gesti ráðstefnunnar en nánar má lesa um dagskrána hér. Á þinginu verða jafnframt veittar sérstakar jafnréttisviðurkenningar til tuttugu aðila sem hafa náð árangri í jafnréttismálum víða um heim. Þá verða kynntar niðurstöður mælingar á viðhorfum tíu þúsund einstaklinga víða að úr heiminum til kvenna og karla í ólíkum leiðtogahlutverkum.
Alþingi Jafnréttismál Reykjavík Utanríkismál Heimsþing kvenleiðtoga Tengdar fréttir Fjögur hundruð kvenleiðtogar funda í Hörpu Heimsþing kvenleiðtoga var sett í Silfurbergi í Hörpu kl. 9.30 í dag með ávarpi Katrínar Jakobsdóttur forsætirsráðherra. 27. nóvember 2018 10:03 Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Fjögur hundruð kvenleiðtogar funda í Hörpu Heimsþing kvenleiðtoga var sett í Silfurbergi í Hörpu kl. 9.30 í dag með ávarpi Katrínar Jakobsdóttur forsætirsráðherra. 27. nóvember 2018 10:03