450 alþjóðlegir kvenleiðtogar ræða málin í Hörpu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. nóvember 2019 13:59 Hluti þeirra kvenleiðtoga sem sækja heimsþingið heimsóttu Alþingi í morgun. Alþingi Fyrrverandi forsætisráðherra Ástralíu, forsetaframbjóðandi í Nígeríu og 10 ára aðgerðasinni frá Sýrlandi eru meðal þeirra um 450 kvenleiðtogar frá yfir 100 löndum sækja heimsþing um jafnréttismál sem hefst í Hörpu á morgun. Markmiðið með þinginu er að skapa vettvang fyrir konur til að ræða og finna leiðir til að takast á við ýmsar áskoranir sem heimsbyggðin stendur frami fyrir að því er haft er eftir Silvönu Koch-Mehrin, forseta og stafnanda WPL í fréttatilkynningu. „Til að flýta aðgerðum hefur Heimsþingið ákveðið að hrinda úr vör aðgerðaáætlun þar sem innlendir og erlendir samstarfsaðilar taka þátt í samkomulagi um beinar aðgerðir sem verða kynntar á þinginu,“ er haft eftir Koch-Mehrin. Þetta er í annað sinn sem ráðstefnan er haldin hér á landi en að henni standa samtökin Women Leaders Global Forum í samstarfi við ríkisstjórn Íslands og Alþingi auk annarra alþjóðlegra samstarfsaðila. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands er sérstakur verndari þingsins. Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi Alþingismaður og ráðherra er stjórnarformaður WPL. „Að Heimsþing kvenleiðtoga eigi heimili sitt á Íslandi er mjög mikilvægt, ekki aðeins fyrir þann stóra hóp kvenleiðtoga úr stjórnmálum, viðskiptum og víðar sem koma til að deila reynslu sinni, leiðum og lausnum, heldur einnig fyrir Ísland til að miðla af því sem vel hefur reynst hér til að jafna tækifæri kynjanna,“ er haft eftir Hönnu Birnu í tilkynningunni. Þótt ráðstefnan hefjist formlega ekki fyrr en á morgun er einnig dagskrá í dag. Hluti af hópnum heimsótti til að mynda Alþingi í morgun og síðdegis í dag verður móttaka á Bessastöðum fyrir gesti ráðstefnunnar en nánar má lesa um dagskrána hér. Á þinginu verða jafnframt veittar sérstakar jafnréttisviðurkenningar til tuttugu aðila sem hafa náð árangri í jafnréttismálum víða um heim. Þá verða kynntar niðurstöður mælingar á viðhorfum tíu þúsund einstaklinga víða að úr heiminum til kvenna og karla í ólíkum leiðtogahlutverkum. Alþingi Jafnréttismál Reykjavík Utanríkismál Heimsþing kvenleiðtoga Tengdar fréttir Fjögur hundruð kvenleiðtogar funda í Hörpu Heimsþing kvenleiðtoga var sett í Silfurbergi í Hörpu kl. 9.30 í dag með ávarpi Katrínar Jakobsdóttur forsætirsráðherra. 27. nóvember 2018 10:03 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Fyrrverandi forsætisráðherra Ástralíu, forsetaframbjóðandi í Nígeríu og 10 ára aðgerðasinni frá Sýrlandi eru meðal þeirra um 450 kvenleiðtogar frá yfir 100 löndum sækja heimsþing um jafnréttismál sem hefst í Hörpu á morgun. Markmiðið með þinginu er að skapa vettvang fyrir konur til að ræða og finna leiðir til að takast á við ýmsar áskoranir sem heimsbyggðin stendur frami fyrir að því er haft er eftir Silvönu Koch-Mehrin, forseta og stafnanda WPL í fréttatilkynningu. „Til að flýta aðgerðum hefur Heimsþingið ákveðið að hrinda úr vör aðgerðaáætlun þar sem innlendir og erlendir samstarfsaðilar taka þátt í samkomulagi um beinar aðgerðir sem verða kynntar á þinginu,“ er haft eftir Koch-Mehrin. Þetta er í annað sinn sem ráðstefnan er haldin hér á landi en að henni standa samtökin Women Leaders Global Forum í samstarfi við ríkisstjórn Íslands og Alþingi auk annarra alþjóðlegra samstarfsaðila. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands er sérstakur verndari þingsins. Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi Alþingismaður og ráðherra er stjórnarformaður WPL. „Að Heimsþing kvenleiðtoga eigi heimili sitt á Íslandi er mjög mikilvægt, ekki aðeins fyrir þann stóra hóp kvenleiðtoga úr stjórnmálum, viðskiptum og víðar sem koma til að deila reynslu sinni, leiðum og lausnum, heldur einnig fyrir Ísland til að miðla af því sem vel hefur reynst hér til að jafna tækifæri kynjanna,“ er haft eftir Hönnu Birnu í tilkynningunni. Þótt ráðstefnan hefjist formlega ekki fyrr en á morgun er einnig dagskrá í dag. Hluti af hópnum heimsótti til að mynda Alþingi í morgun og síðdegis í dag verður móttaka á Bessastöðum fyrir gesti ráðstefnunnar en nánar má lesa um dagskrána hér. Á þinginu verða jafnframt veittar sérstakar jafnréttisviðurkenningar til tuttugu aðila sem hafa náð árangri í jafnréttismálum víða um heim. Þá verða kynntar niðurstöður mælingar á viðhorfum tíu þúsund einstaklinga víða að úr heiminum til kvenna og karla í ólíkum leiðtogahlutverkum.
Alþingi Jafnréttismál Reykjavík Utanríkismál Heimsþing kvenleiðtoga Tengdar fréttir Fjögur hundruð kvenleiðtogar funda í Hörpu Heimsþing kvenleiðtoga var sett í Silfurbergi í Hörpu kl. 9.30 í dag með ávarpi Katrínar Jakobsdóttur forsætirsráðherra. 27. nóvember 2018 10:03 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Fjögur hundruð kvenleiðtogar funda í Hörpu Heimsþing kvenleiðtoga var sett í Silfurbergi í Hörpu kl. 9.30 í dag með ávarpi Katrínar Jakobsdóttur forsætirsráðherra. 27. nóvember 2018 10:03