Innlent

Fjögur hundruð kvenleiðtogar funda í Hörpu

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands á Heimsþingi kvenleiðtoga í Hörpu í morgun.
Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands á Heimsþingi kvenleiðtoga í Hörpu í morgun. Vísir/vilhelm
Heimsþing kvenleiðtoga hófst í Hörpu í dag en rúmlega 400 kvenleiðtogar frá um 100 löndum koma þar saman til að ræða leiðir til að tryggja aukin tækifæri kvenna og læra af reynslu Íslendinga varðandi árangur í jafnréttismálum. Yfirskrift Heimsþingsins er „Power Together” og til þess er boðið kvenleiðtogum úr stjórnmálum, viðskiptum, stjórnsýslu, vísindum og fleira, en Heimsþing kvenleiðtoga er haldið í samstarfi við Women Political Leaders Global Forum, Ríkisstjórn Íslands, Alþingi og fjölda íslenskra og alþjóðlegra samstarfsaðila.  Heimsþing kvenleiðtoga var sett í Silfurbergi í Hörpu kl. 9.30 í dag með ávörpum Katrínar Jakobsdóttur forsætirsráðherra; Silvönu Koch-Mehrin forseta Women Political Leaders, Global Forum, Steingríms J. Sigfússonar forseta Alþingis og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra.   Sérstakt þema Heimsþingsins að þessu sinni er stafræn bylting samtímans og þau tækifæri sem það gefur til að fjölga konum í leiðtogahlutverkum og tryggja jöfn tækifæri kvenna og karla til ákvarðanatöku. Upplýsingar um þessa þætti og dagskrá Heimsþingsins í heild er hægt að nálgast á heimasíðu samtakanna.Beint streymi CBS frá Heimsþinginu í Hörpu má nálgast hér.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.