Fótbolti

Landsliðsþjálfari Alsír hefur ekki áhuga á Benzema

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Benzema hefur leikið með Real Madrid síðan 2009.
Benzema hefur leikið með Real Madrid síðan 2009. vísir/getty

Landsliðsþjálfari Alsír segist ekki þurfa á Karim Benzema, leikmanni Real Madrid, að halda.

Benzema hefur ekki spilað fyrir franska landsliðið síðan 2015 og í síðustu viku gaf hann í skyn að hann væri tilbúinn að spila fyrir Alsír þangað sem hann á ættir að rekja.

„Ég er mjög ánægður með leikmennina sem ég er með,“ sagði Djamel Belmadi, þjálfari Alsír, er hann var spurður út í Benzema.

Jafnvel þótt Belmadi vildi fá Benzema er afar ólíklegt að hann fengi leyfi frá FIFA til að spila með Alsír sem varð Afríkumeistari í sumar.

Benzema lék 81 landsleik fyrir Frakkland á árunum 2007-15 og skoraði 27 mörk. Hann lék með franska landsliðinu á HM 2010 og EM 2008 og 2012.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.