Fótbolti

Landsliðsþjálfari Alsír hefur ekki áhuga á Benzema

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Benzema hefur leikið með Real Madrid síðan 2009.
Benzema hefur leikið með Real Madrid síðan 2009. vísir/getty
Landsliðsþjálfari Alsír segist ekki þurfa á Karim Benzema, leikmanni Real Madrid, að halda.Benzema hefur ekki spilað fyrir franska landsliðið síðan 2015 og í síðustu viku gaf hann í skyn að hann væri tilbúinn að spila fyrir Alsír þangað sem hann á ættir að rekja.„Ég er mjög ánægður með leikmennina sem ég er með,“ sagði Djamel Belmadi, þjálfari Alsír, er hann var spurður út í Benzema.Jafnvel þótt Belmadi vildi fá Benzema er afar ólíklegt að hann fengi leyfi frá FIFA til að spila með Alsír sem varð Afríkumeistari í sumar.Benzema lék 81 landsleik fyrir Frakkland á árunum 2007-15 og skoraði 27 mörk. Hann lék með franska landsliðinu á HM 2010 og EM 2008 og 2012.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.