Innlent

Losun frá vega­sam­göngum aukist gríðar­lega hér á landi

Eiður Þór Árnason skrifar
Umhverfisstofnun segir að svigrúm almennings til að minnka losun sína sé einna mest í samgöngum.
Umhverfisstofnun segir að svigrúm almennings til að minnka losun sína sé einna mest í samgöngum. vísir/vilhelm

Losun gróðurhúsalofttegunda frá vegasamgöngum á Íslandi hefur aukist gríðarlega á meðan heildarlosun í flestum öðrum flokkum hefur minnkað. Notkun fólksbíla er sögð vega mest í aukningunni.

Umhverfisstofnun heldur utan um losunarbókhald Íslands og eru þau gögn lögð til grundvallar alþjóðlegum skuldbindingum Íslands í loftlagsmálum.

Tölurnar sýna að losun frá vegasamgöngum sem hlutfall af þeirri losun sem fellur á beina ábyrgð íslenskra stjórnvalda fór úr 26 prósentum af heildarlosun árið 2005 upp í 34 prósent árið 2017. Fólksbílar eru sagðir vega mest í aukningunni en tölur liggja ekki enn fyrir árið 2018, er fram kemur í frétt á vef Umhverfisstofnunar.

Á meðan losun frá vegasamgöngum hefur aukist þá hefur heildarlosun gróðurhúsalofttegunda sem fellur á beina ábyrgð íslenskra stjórnvalda samkvæmt alþjóðlegum skuldbindingum dregist saman um 5% samanborið við losun árið 2005.


Tengdar fréttir

Lækka hraða vegna mengunar

Forsætisráðherrann, Mark Rutte, segir þetta vera stórt skref í að takast á við mikla nituroxíðmengun.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.