Losun frá vegasamgöngum aukist gríðarlega hér á landi

Losun gróðurhúsalofttegunda frá vegasamgöngum á Íslandi hefur aukist gríðarlega á meðan heildarlosun í flestum öðrum flokkum hefur minnkað. Notkun fólksbíla er sögð vega mest í aukningunni.
Umhverfisstofnun heldur utan um losunarbókhald Íslands og eru þau gögn lögð til grundvallar alþjóðlegum skuldbindingum Íslands í loftlagsmálum.
Tölurnar sýna að losun frá vegasamgöngum sem hlutfall af þeirri losun sem fellur á beina ábyrgð íslenskra stjórnvalda fór úr 26 prósentum af heildarlosun árið 2005 upp í 34 prósent árið 2017. Fólksbílar eru sagðir vega mest í aukningunni en tölur liggja ekki enn fyrir árið 2018, er fram kemur í frétt á vef Umhverfisstofnunar.
Á meðan losun frá vegasamgöngum hefur aukist þá hefur heildarlosun gróðurhúsalofttegunda sem fellur á beina ábyrgð íslenskra stjórnvalda samkvæmt alþjóðlegum skuldbindingum dregist saman um 5% samanborið við losun árið 2005.
Tengdar fréttir

Lækka hraða vegna mengunar
Forsætisráðherrann, Mark Rutte, segir þetta vera stórt skref í að takast á við mikla nituroxíðmengun.

Mega búast við „gráum dögum“ í vikunni
Auknar líkur eru á svokölluðum "gráum dögum“ í vikunni þar sem loftmengun á höfuðborgarsvæðinu gæti farið yfir heilsuverndarmörk.

Loftmengun talin hafa valdið hundruð þúsundum dauðsfalla í Evrópu
Að fækka bílum er árangursríkasta leiðin til að draga úr loftmengun í borgum, að mati höfundar skýrslu Umhverfisstofnunar Evrópu.
Fleiri fréttir
