Erlent

Bandaríkin þurfi að hætta að „hnykla vöðvana“ í Suður-Kínahafi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Ráðherrarnir hittust í dag.
Ráðherrarnir hittust í dag. AP/Robert Burns
Wei Fenghe, varnarmálaráðherra Kína lét Mark Esper, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna vita að Bandaríkjamenn þyrftu að hætta að „hnykla vöðvana“ í Suður-Kínahafi er þeir hittust á fundi í Bangkok í Taílandi í dag.Ráðherrarnir hittust á varnarmálafundi ASEAN, Samtaka ríkja í Suðaustur-Asíu, og annarra ríkja sem haldin var í Taílandi í dag. Ráðherrarnir tvær ræddu um fjölmarga hluti að því er haft er eftir talsmanni kínversku ríkisstjórnarinnar en Suður-Kínahaf var ofarlega á blaði.Kínverjar gera tilkall til yfirráða yfir hafsvæðinu og hafa yfirvöld staðið fyrir mikilli uppbyggingu á eyjum í hafinu til þess að styrkja kröfu sína um yfirráð. Bandaríkin, og fleiri ríki, telja hins vegar að krafa Kínverja sé ekki á rökum reist og brot á alþjóðalögum.Þá hafa Bandaríkin sakað yfirvöld í Kína um að hervæða hafsvæðið með því að byggja upp hernaðarmannvirki á eyjum í hafinu. Til þess að stemma í stigu við kröfu Kínverja sigla Bandaríkin herskipum sínum reglulega um svæðið, auk þess sem að með því vilja Bandaríkjamenn tryggja frjálsa för um hafsvæðið.Fjölmörg ríki gera tilkall til yfirráða yfir hafsvæðinu en um það liggja mikilvægar skipaleiðir.Á fundinum er Wei sagður hafa gert kröfu um að Bandaríkin „hnykli ekki vöðvana“ með því að sigla herskipum sínum um svæðið. Í aðdraganda fundar ráðherranna tveggja sakaði Esper yfirvöld í Kína um að grípa í auknum mæli til þvingana og hótana til þess að tryggja hagsmunamálum sínum framgang.Eftir fundinn sagði Esper í tísti að hann hefði hitt Wei til þess að ræða hvernig tryggja mætti áframhaldandi samstarf ríkjanna tveggja sem byggði á alþjóðareglum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.