Innlent

Stormur syðst á landinu en lægir seinni partinn

Atli Ísleifsson skrifar
Gul viðvörun er enn í gildi á Suðurlandi fram til klukkan 19.
Gul viðvörun er enn í gildi á Suðurlandi fram til klukkan 19. vísir/vilhelm

Veðurstofan spáin austanátt í dag, allhvassri eða hvassri sunnan og suðvestanlands þar sem búast má við stormi syðst á landinu. Þó mun lægja seinni partinn.

Gul viðvörun er enn í gildi á Suðurlandi fram til klukkan 19. Má þar búast við mjög snörpum vindhviðum við fjöll, staðbundið yfir 30 metrum á sekúndu, einkum undir Eyjafjöllum. Verður varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind.

Annars má búst við skýjuðu veðri og dálítilli rigningu sunnan heiða. Hitinn verður á bilinu tvö til sjö stig, en nálægt frostmarki á Norðausturlandi.

„Austan 10-18 sunnanlands á morgun, hvassast við ströndina, annars mun hægari vindur. Lítilsháttar rigning áfram á sunnanverðu landinu, en bjart veður norðantil og þar kólnar heldur. Á fimmtudag er útlit fyrir ákveðna austanátt, með rigningu sunnan- og vestanlands og mildu veðri,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag: Allhvöss austanátt syðst á landinu, annars mun hægari vindur. Skýjað veður og rigning með köflum S-lands. Hiti 0 til 5 stig, en frost 0 til 5 stig í innsveitum á N-landi. 

Á fimmtudag: Austan 5-13, en hvassara með suðurströndinni. Rigning á S-verðu landinu, annars þurrt. Hiti 0 til 7 stig. 

Á föstudag og laugardag: Austlæg átt og úrkomulítið, en rigning með köflum SA- og A-lands. Hiti yfirleitt 0 til 5 stig. 

Á sunnudag og mánudag: Norðaustlæg átt og rigning eða slydda með köflum, en þurrt V-lands.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.