Aukning á niðurgangspestum hérlendis Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 1. nóvember 2019 14:31 Bæði MAST og embætti Landlæknis fjalla í greinum á heimasíðum stofnanna um aukningu á niðurgangspestum á Íslandi. Nóróveirusýkingar og aðrar niðurgangspestir hafa verið áberandi að undanförnu. Fréttastofa greindi frá því í gær að skæð magapest starfsmanna ráðgjafafyrirtækisins KPMG í Borgartúni hefði verið tilkynnt til sóttvarnalæknis. Starfsmannastjóri fyrirtækisins sagði að alls hefði um áttatíu starfsmenn fundið fyrir einkennum. Allir starfsmenn eru nú orðnir frískir. Mikið er um niðurgangspestir þessa dagana í samfélaginu, inni á dvalarheimilum og á sjúkrastofnunum. Flestar sýkingarnar virðast vera af völdum nóróveirunnar að því er fram kemur á vef embættis landlæknis. Matvælastofnun birti einnig grein á heimasíðu sinni undir yfirskriftinni „Dreifir þú niðurgangspest með matnum?“ Nóróveiran er þekkt fyrir að breiðast einna helst út á veturna og veldur bæði veikindum í samfélaginu og einnig slæmum hópsýkingum inni á dvalarheimilum og sjúkrastofnunum. Veiran smitast einkum með menguðum matvælum og vatni en getur einnig smitast beint manna á milli. Athygli er vakin á því að upplýsa skal sóttvarnalækni um niðurgangs-hópsýkingar. Einkenni veirunnar eru uppköst og niðurgangur. Sóttvarnalæknir vill vekja athygli á leiðum til að forðast smit og draga úr útbreiðslu sýkla. -Mikilvægt er að þvo sér vel um hendurnar, einkum eftir salernisferðir og fyrir meðhöndlum matvæla. -Gæta skal vel að hreinlæti við matreiðslu og ekki meðhöndla mat fyrir aðra á meðan einkenni frá meltingavegi eru til staðar og í að minnsta kosti tvo sólarhringa á eftir. -Mikilvægt er að fara ekki til vinnu/skóla/leikskóla á meðan einkenni frá meltingavegi eru til staðar og í að minnsta kosti einn sólarhring eftir að sjúkdómseinkenni hverfa. -Þeir sem eru með niðurgang skulu forðast heimsóknir á sjúkrastofnanir á meðan einkenni eru til staðar. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Skæð magapest starfsmanna KPMG tilkynnt til sóttvarnalæknis Veikindi starfsmanna á skrifstofu ráðgjafafyrirtækisins KPMG voru tilkynnt til sóttvarnalæknis á mánudag. 31. október 2019 14:02 Nær ómögulegt að útrýma nóróveiru Um tíma var rúmlega helmingur leikskólabarna fjarverandi vegna veikinda. Sóttvarnalæknir segir ómögulegt að útrýma veirunni. 28. október 2019 18:45 Ungbarnaleikskóla lokað vegna nóróveiru Mörg börn veiktust og þurftu sum að leita á barnaspítala Landspítalans til aðhlynningar. 28. október 2019 12:30 Mest lesið Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Sjá meira
Nóróveirusýkingar og aðrar niðurgangspestir hafa verið áberandi að undanförnu. Fréttastofa greindi frá því í gær að skæð magapest starfsmanna ráðgjafafyrirtækisins KPMG í Borgartúni hefði verið tilkynnt til sóttvarnalæknis. Starfsmannastjóri fyrirtækisins sagði að alls hefði um áttatíu starfsmenn fundið fyrir einkennum. Allir starfsmenn eru nú orðnir frískir. Mikið er um niðurgangspestir þessa dagana í samfélaginu, inni á dvalarheimilum og á sjúkrastofnunum. Flestar sýkingarnar virðast vera af völdum nóróveirunnar að því er fram kemur á vef embættis landlæknis. Matvælastofnun birti einnig grein á heimasíðu sinni undir yfirskriftinni „Dreifir þú niðurgangspest með matnum?“ Nóróveiran er þekkt fyrir að breiðast einna helst út á veturna og veldur bæði veikindum í samfélaginu og einnig slæmum hópsýkingum inni á dvalarheimilum og sjúkrastofnunum. Veiran smitast einkum með menguðum matvælum og vatni en getur einnig smitast beint manna á milli. Athygli er vakin á því að upplýsa skal sóttvarnalækni um niðurgangs-hópsýkingar. Einkenni veirunnar eru uppköst og niðurgangur. Sóttvarnalæknir vill vekja athygli á leiðum til að forðast smit og draga úr útbreiðslu sýkla. -Mikilvægt er að þvo sér vel um hendurnar, einkum eftir salernisferðir og fyrir meðhöndlum matvæla. -Gæta skal vel að hreinlæti við matreiðslu og ekki meðhöndla mat fyrir aðra á meðan einkenni frá meltingavegi eru til staðar og í að minnsta kosti tvo sólarhringa á eftir. -Mikilvægt er að fara ekki til vinnu/skóla/leikskóla á meðan einkenni frá meltingavegi eru til staðar og í að minnsta kosti einn sólarhring eftir að sjúkdómseinkenni hverfa. -Þeir sem eru með niðurgang skulu forðast heimsóknir á sjúkrastofnanir á meðan einkenni eru til staðar.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Skæð magapest starfsmanna KPMG tilkynnt til sóttvarnalæknis Veikindi starfsmanna á skrifstofu ráðgjafafyrirtækisins KPMG voru tilkynnt til sóttvarnalæknis á mánudag. 31. október 2019 14:02 Nær ómögulegt að útrýma nóróveiru Um tíma var rúmlega helmingur leikskólabarna fjarverandi vegna veikinda. Sóttvarnalæknir segir ómögulegt að útrýma veirunni. 28. október 2019 18:45 Ungbarnaleikskóla lokað vegna nóróveiru Mörg börn veiktust og þurftu sum að leita á barnaspítala Landspítalans til aðhlynningar. 28. október 2019 12:30 Mest lesið Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Sjá meira
Skæð magapest starfsmanna KPMG tilkynnt til sóttvarnalæknis Veikindi starfsmanna á skrifstofu ráðgjafafyrirtækisins KPMG voru tilkynnt til sóttvarnalæknis á mánudag. 31. október 2019 14:02
Nær ómögulegt að útrýma nóróveiru Um tíma var rúmlega helmingur leikskólabarna fjarverandi vegna veikinda. Sóttvarnalæknir segir ómögulegt að útrýma veirunni. 28. október 2019 18:45
Ungbarnaleikskóla lokað vegna nóróveiru Mörg börn veiktust og þurftu sum að leita á barnaspítala Landspítalans til aðhlynningar. 28. október 2019 12:30