Skæð magapest starfsmanna KPMG tilkynnt til sóttvarnalæknis Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. október 2019 14:02 Skrifstofur KPMG í Reykjavík eru staðsettar í Borgartúni. Vísir/vilhelm Veikindi starfsmanna á skrifstofu ráðgjafafyrirtækisins KPMG voru tilkynnt til sóttvarnalæknis á mánudag. Starfsmannastjóri fyrirtækisins segir að um hafi verið að ræða útbreidda magapest og að alls hafi um áttatíu starfsmenn fundið fyrir einkennum. Andrés Guðmundsson starfsmannastjóri KPMG á Íslandi segir að ljóst hafi verið síðasta föstudag að magapest á skrifstofu KPMG í Borgartúni væri orðin ansi útbreidd. Hann hafi því haft samband við sóttvarnalækni á mánudag. „Þetta var það mikið að við vildum fá ráð hjá þeim. En sem betur fer var þetta þá gengið yfir. Það var heldur ekki hægt að rekja þetta til eins eða neins,“ segir Andrés. Alls hafi um áttatíu starfsmenn kennt sér meins en þar sem þeir hafi allir verið orðnir frískir nú í vikubyrjun var ekki hægt að greina pestina. Einkennin hafi þó mörg bent til þess að um nóróveirusmit væri að ræða. Þá leggur Andrés áherslu á að veikindin tengist ekki nýlegri árshátíð á vegum fyrirtækisins. Hann vissi ekki heldur til þess að fjölskyldur starfsmanna hefðu smitast af pestinni.Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/baldurÞórólfur Guðnason sóttvarnalæknir staðfestir í samtali við Vísi að embættið hafi veikindi starfsmanna KPMG á sínu borði. Málið sé í farvegi. „Þetta var svo til um garð gengið þannig að það var erfitt að rannsaka hvaðan þetta kom og hver orsökin er. Það er erfitt að fá greiningu á veikindum þegar öllum er batnað. Þetta hljómar eins og það gæti verið nóróveira, en maður getur ekki verið viss.“ Þá hafi Heilbrigðiseftirlitið verið kallað út til að kanna aðstæður á vinnustaðnum og mögulegar smitleiðir. Einnig hafi heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins verið látin vita af málinu.Margar tilkynningar um nóróveiru á höfuðborgarsvæðinu hafa borist heilbrigðisyfirvöldum síðustu daga. Ungbarnaleikskólanum Ársól í Grafarvogi var lokað í síðustu viku eftir að mörg börn veiktust þar af nóróveiru. Þá greindi Mbl frá því í dag að veiran hafi greinst á tveimur af fjórum deildum Hrafnistu í Hafnarfirði. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Nær ómögulegt að útrýma nóróveiru Um tíma var rúmlega helmingur leikskólabarna fjarverandi vegna veikinda. Sóttvarnalæknir segir ómögulegt að útrýma veirunni. 28. október 2019 18:45 Óvenjulegt að nóróveiran komi upp á mörgum stöðum á sama tíma „Það er svolítið óvenjulegt að þetta sé að koma upp á svona mörgum stöðum á sama tíma en auðvitað getur það gerst,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir um tvær nóróveiruhópsýkingar sem komið hafa upp að undanförnu. 31. október 2019 13:53 Ungbarnaleikskóla lokað vegna nóróveiru Mörg börn veiktust og þurftu sum að leita á barnaspítala Landspítalans til aðhlynningar. 28. október 2019 12:30 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Fleiri fréttir Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Sjá meira
Veikindi starfsmanna á skrifstofu ráðgjafafyrirtækisins KPMG voru tilkynnt til sóttvarnalæknis á mánudag. Starfsmannastjóri fyrirtækisins segir að um hafi verið að ræða útbreidda magapest og að alls hafi um áttatíu starfsmenn fundið fyrir einkennum. Andrés Guðmundsson starfsmannastjóri KPMG á Íslandi segir að ljóst hafi verið síðasta föstudag að magapest á skrifstofu KPMG í Borgartúni væri orðin ansi útbreidd. Hann hafi því haft samband við sóttvarnalækni á mánudag. „Þetta var það mikið að við vildum fá ráð hjá þeim. En sem betur fer var þetta þá gengið yfir. Það var heldur ekki hægt að rekja þetta til eins eða neins,“ segir Andrés. Alls hafi um áttatíu starfsmenn kennt sér meins en þar sem þeir hafi allir verið orðnir frískir nú í vikubyrjun var ekki hægt að greina pestina. Einkennin hafi þó mörg bent til þess að um nóróveirusmit væri að ræða. Þá leggur Andrés áherslu á að veikindin tengist ekki nýlegri árshátíð á vegum fyrirtækisins. Hann vissi ekki heldur til þess að fjölskyldur starfsmanna hefðu smitast af pestinni.Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/baldurÞórólfur Guðnason sóttvarnalæknir staðfestir í samtali við Vísi að embættið hafi veikindi starfsmanna KPMG á sínu borði. Málið sé í farvegi. „Þetta var svo til um garð gengið þannig að það var erfitt að rannsaka hvaðan þetta kom og hver orsökin er. Það er erfitt að fá greiningu á veikindum þegar öllum er batnað. Þetta hljómar eins og það gæti verið nóróveira, en maður getur ekki verið viss.“ Þá hafi Heilbrigðiseftirlitið verið kallað út til að kanna aðstæður á vinnustaðnum og mögulegar smitleiðir. Einnig hafi heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins verið látin vita af málinu.Margar tilkynningar um nóróveiru á höfuðborgarsvæðinu hafa borist heilbrigðisyfirvöldum síðustu daga. Ungbarnaleikskólanum Ársól í Grafarvogi var lokað í síðustu viku eftir að mörg börn veiktust þar af nóróveiru. Þá greindi Mbl frá því í dag að veiran hafi greinst á tveimur af fjórum deildum Hrafnistu í Hafnarfirði.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Nær ómögulegt að útrýma nóróveiru Um tíma var rúmlega helmingur leikskólabarna fjarverandi vegna veikinda. Sóttvarnalæknir segir ómögulegt að útrýma veirunni. 28. október 2019 18:45 Óvenjulegt að nóróveiran komi upp á mörgum stöðum á sama tíma „Það er svolítið óvenjulegt að þetta sé að koma upp á svona mörgum stöðum á sama tíma en auðvitað getur það gerst,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir um tvær nóróveiruhópsýkingar sem komið hafa upp að undanförnu. 31. október 2019 13:53 Ungbarnaleikskóla lokað vegna nóróveiru Mörg börn veiktust og þurftu sum að leita á barnaspítala Landspítalans til aðhlynningar. 28. október 2019 12:30 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Fleiri fréttir Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Sjá meira
Nær ómögulegt að útrýma nóróveiru Um tíma var rúmlega helmingur leikskólabarna fjarverandi vegna veikinda. Sóttvarnalæknir segir ómögulegt að útrýma veirunni. 28. október 2019 18:45
Óvenjulegt að nóróveiran komi upp á mörgum stöðum á sama tíma „Það er svolítið óvenjulegt að þetta sé að koma upp á svona mörgum stöðum á sama tíma en auðvitað getur það gerst,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir um tvær nóróveiruhópsýkingar sem komið hafa upp að undanförnu. 31. október 2019 13:53
Ungbarnaleikskóla lokað vegna nóróveiru Mörg börn veiktust og þurftu sum að leita á barnaspítala Landspítalans til aðhlynningar. 28. október 2019 12:30