Skæð magapest starfsmanna KPMG tilkynnt til sóttvarnalæknis Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. október 2019 14:02 Skrifstofur KPMG í Reykjavík eru staðsettar í Borgartúni. Vísir/vilhelm Veikindi starfsmanna á skrifstofu ráðgjafafyrirtækisins KPMG voru tilkynnt til sóttvarnalæknis á mánudag. Starfsmannastjóri fyrirtækisins segir að um hafi verið að ræða útbreidda magapest og að alls hafi um áttatíu starfsmenn fundið fyrir einkennum. Andrés Guðmundsson starfsmannastjóri KPMG á Íslandi segir að ljóst hafi verið síðasta föstudag að magapest á skrifstofu KPMG í Borgartúni væri orðin ansi útbreidd. Hann hafi því haft samband við sóttvarnalækni á mánudag. „Þetta var það mikið að við vildum fá ráð hjá þeim. En sem betur fer var þetta þá gengið yfir. Það var heldur ekki hægt að rekja þetta til eins eða neins,“ segir Andrés. Alls hafi um áttatíu starfsmenn kennt sér meins en þar sem þeir hafi allir verið orðnir frískir nú í vikubyrjun var ekki hægt að greina pestina. Einkennin hafi þó mörg bent til þess að um nóróveirusmit væri að ræða. Þá leggur Andrés áherslu á að veikindin tengist ekki nýlegri árshátíð á vegum fyrirtækisins. Hann vissi ekki heldur til þess að fjölskyldur starfsmanna hefðu smitast af pestinni.Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/baldurÞórólfur Guðnason sóttvarnalæknir staðfestir í samtali við Vísi að embættið hafi veikindi starfsmanna KPMG á sínu borði. Málið sé í farvegi. „Þetta var svo til um garð gengið þannig að það var erfitt að rannsaka hvaðan þetta kom og hver orsökin er. Það er erfitt að fá greiningu á veikindum þegar öllum er batnað. Þetta hljómar eins og það gæti verið nóróveira, en maður getur ekki verið viss.“ Þá hafi Heilbrigðiseftirlitið verið kallað út til að kanna aðstæður á vinnustaðnum og mögulegar smitleiðir. Einnig hafi heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins verið látin vita af málinu.Margar tilkynningar um nóróveiru á höfuðborgarsvæðinu hafa borist heilbrigðisyfirvöldum síðustu daga. Ungbarnaleikskólanum Ársól í Grafarvogi var lokað í síðustu viku eftir að mörg börn veiktust þar af nóróveiru. Þá greindi Mbl frá því í dag að veiran hafi greinst á tveimur af fjórum deildum Hrafnistu í Hafnarfirði. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Nær ómögulegt að útrýma nóróveiru Um tíma var rúmlega helmingur leikskólabarna fjarverandi vegna veikinda. Sóttvarnalæknir segir ómögulegt að útrýma veirunni. 28. október 2019 18:45 Óvenjulegt að nóróveiran komi upp á mörgum stöðum á sama tíma „Það er svolítið óvenjulegt að þetta sé að koma upp á svona mörgum stöðum á sama tíma en auðvitað getur það gerst,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir um tvær nóróveiruhópsýkingar sem komið hafa upp að undanförnu. 31. október 2019 13:53 Ungbarnaleikskóla lokað vegna nóróveiru Mörg börn veiktust og þurftu sum að leita á barnaspítala Landspítalans til aðhlynningar. 28. október 2019 12:30 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Veikindi starfsmanna á skrifstofu ráðgjafafyrirtækisins KPMG voru tilkynnt til sóttvarnalæknis á mánudag. Starfsmannastjóri fyrirtækisins segir að um hafi verið að ræða útbreidda magapest og að alls hafi um áttatíu starfsmenn fundið fyrir einkennum. Andrés Guðmundsson starfsmannastjóri KPMG á Íslandi segir að ljóst hafi verið síðasta föstudag að magapest á skrifstofu KPMG í Borgartúni væri orðin ansi útbreidd. Hann hafi því haft samband við sóttvarnalækni á mánudag. „Þetta var það mikið að við vildum fá ráð hjá þeim. En sem betur fer var þetta þá gengið yfir. Það var heldur ekki hægt að rekja þetta til eins eða neins,“ segir Andrés. Alls hafi um áttatíu starfsmenn kennt sér meins en þar sem þeir hafi allir verið orðnir frískir nú í vikubyrjun var ekki hægt að greina pestina. Einkennin hafi þó mörg bent til þess að um nóróveirusmit væri að ræða. Þá leggur Andrés áherslu á að veikindin tengist ekki nýlegri árshátíð á vegum fyrirtækisins. Hann vissi ekki heldur til þess að fjölskyldur starfsmanna hefðu smitast af pestinni.Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/baldurÞórólfur Guðnason sóttvarnalæknir staðfestir í samtali við Vísi að embættið hafi veikindi starfsmanna KPMG á sínu borði. Málið sé í farvegi. „Þetta var svo til um garð gengið þannig að það var erfitt að rannsaka hvaðan þetta kom og hver orsökin er. Það er erfitt að fá greiningu á veikindum þegar öllum er batnað. Þetta hljómar eins og það gæti verið nóróveira, en maður getur ekki verið viss.“ Þá hafi Heilbrigðiseftirlitið verið kallað út til að kanna aðstæður á vinnustaðnum og mögulegar smitleiðir. Einnig hafi heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins verið látin vita af málinu.Margar tilkynningar um nóróveiru á höfuðborgarsvæðinu hafa borist heilbrigðisyfirvöldum síðustu daga. Ungbarnaleikskólanum Ársól í Grafarvogi var lokað í síðustu viku eftir að mörg börn veiktust þar af nóróveiru. Þá greindi Mbl frá því í dag að veiran hafi greinst á tveimur af fjórum deildum Hrafnistu í Hafnarfirði.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Nær ómögulegt að útrýma nóróveiru Um tíma var rúmlega helmingur leikskólabarna fjarverandi vegna veikinda. Sóttvarnalæknir segir ómögulegt að útrýma veirunni. 28. október 2019 18:45 Óvenjulegt að nóróveiran komi upp á mörgum stöðum á sama tíma „Það er svolítið óvenjulegt að þetta sé að koma upp á svona mörgum stöðum á sama tíma en auðvitað getur það gerst,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir um tvær nóróveiruhópsýkingar sem komið hafa upp að undanförnu. 31. október 2019 13:53 Ungbarnaleikskóla lokað vegna nóróveiru Mörg börn veiktust og þurftu sum að leita á barnaspítala Landspítalans til aðhlynningar. 28. október 2019 12:30 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Nær ómögulegt að útrýma nóróveiru Um tíma var rúmlega helmingur leikskólabarna fjarverandi vegna veikinda. Sóttvarnalæknir segir ómögulegt að útrýma veirunni. 28. október 2019 18:45
Óvenjulegt að nóróveiran komi upp á mörgum stöðum á sama tíma „Það er svolítið óvenjulegt að þetta sé að koma upp á svona mörgum stöðum á sama tíma en auðvitað getur það gerst,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir um tvær nóróveiruhópsýkingar sem komið hafa upp að undanförnu. 31. október 2019 13:53
Ungbarnaleikskóla lokað vegna nóróveiru Mörg börn veiktust og þurftu sum að leita á barnaspítala Landspítalans til aðhlynningar. 28. október 2019 12:30