Innlent

Tíu fluttir á slysadeild eftir umferðarslys á Reykjanesbraut

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Frá slysstað í kvöld.
Frá slysstað í kvöld. Vísir/Egill
Umferðarslys varð á Reykjanesbraut rétt vestan við mislæg gatnamót við Krísuvíkurveg. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins voru sjö sjúkrabílar og tveir dælubílar sendir á vettvang. Tíu voru fluttir á slysadeild, flestir með minniháttar meiðsli, en einn eða tveir eru sagðir með alvarlegri áverka.Bæði lögregla og sjúkralið eru nú við vinnu á vettvangi. Reynt verður að stjórna umferð fram hjá slysstað þannig að Reykjanesbraut verði ekki alveg lokuð. Lögregla í Hafnarfirði fer með rannsókn slyssins.Svo virðist sem að minnsta kosti tvær bifreiðar hafi lent í slysinu, ef marka má myndir af vettvangi.Fréttin hefur verið uppfærð.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.