Innlent

Tíu fluttir á slysadeild eftir umferðarslys á Reykjanesbraut

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Frá slysstað í kvöld.
Frá slysstað í kvöld. Vísir/Egill

Umferðarslys varð á Reykjanesbraut rétt vestan við mislæg gatnamót við Krísuvíkurveg. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins voru sjö sjúkrabílar og tveir dælubílar sendir á vettvang. Tíu voru fluttir á slysadeild, flestir með minniháttar meiðsli, en einn eða tveir eru sagðir með alvarlegri áverka.

Bæði lögregla og sjúkralið eru nú við vinnu á vettvangi. Reynt verður að stjórna umferð fram hjá slysstað þannig að Reykjanesbraut verði ekki alveg lokuð. Lögregla í Hafnarfirði fer með rannsókn slyssins.

Svo virðist sem að minnsta kosti tvær bifreiðar hafi lent í slysinu, ef marka má myndir af vettvangi.

Fréttin hefur verið uppfærð.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.