Ekki nóg að upplýsa fólk um réttindi sín Sighvatur Arnmundsson skrifar 2. nóvember 2019 11:00 Dovelyn Rannveig Mendoza segir stöðu erlends verkafólks á Íslandi góða í alþjóðlegum samanburði samkvæmt athugunum. Fréttablaðið/Ernir „Það er mikilvægt fyrir Ísland að hugsa til langs tíma þegar kemur að innflytjendum og erlendu vinnuafli. Það verður alltaf þörf fyrir vinnuafl. Það væri kannski góð hugmynd að rifja upp hvernig staðan var hérna snemma á tíunda áratugnum þegar fólk fluttist hingað og aðlagaðist samfélaginu,“ segir Dovelyn Rannveig Mendoza, sem er sérfræðingur á sviði fólksflutninga. Dovelyn er frá Filippseyjum en bjó og starfaði um tíma á Íslandi. Hún sinnir nú rannsóknum og ráðgjöf til alþjóðastofnana og stjórnvalda víða um heim. Í gær tók hún þátt í pallborðsumræðum um málefni erlends starfsfólks á Íslandi á Þjóðarspegli Háskóla Íslands. Dovelyn býr nú og starfar í Hollandi en hefur undanfarin ár að mestu verið búsett í Bandaríkjunum. Hún fylgist þó með málum á Íslandi og þekkir umræðuna um erlent vinnuafl. Lykilatriði sé góð aðlögun innflytjenda að samfélaginu. „Hlutirnir eru allt öðruvísi þegar þú aðlagast samfélaginu og ert að vinna við hliðina á heimamönnum. Auðvitað er alltaf hætta á mismunun í sambandi við laun og ýmislegt fleira en samskipti við heimamenn breyta myndinni töluvert. Þegar fólk einangrast í samfélaginu er það í mjög viðkvæmri stöðu,“ segir Dovelyn. Vandamálin, bæði á Íslandi og víðar, stafi oft af því að þörf hagkerfisins fyrir vinnuafl sé oft árstíða- eða tímabundin. Þá sé oft um að ræða starfsmenn sem flytjist tímabundið milli landa og eigi því erfiðara með að aðlagast samfélaginu. Dovelyn segist oft heyra að vandamálið snúist fyrst og fremst um að erlent starfsfólk þekki ekki réttindi sín. Reynsla hennar bendi hins vegar til þess að oft sé fólk vel meðvitað en sætti sig einfaldlega við vissa mismunun þar sem því bjóðist ekkert betra. „Það er mjög mikilvægt að upplýsa fólk um réttindi sín en í sumum geirum er það ekki nóg. Það þarf að vera miklu virkara eftirlit til að tryggja að vinnuveitendur fari eftir reglunum. Það er eitthvað sem stjórnvöld verða á endanum að bera ábyrgð á.“ Dovelyn undirbýr nú nýtt rannsóknarverkefni sem tengist stöðunni í Póllandi en þaðan hefur mikið vinnuafl flust til Íslands og fleiri ríkja í Vestur-Evrópu. „Nú er farið að bera á raunverulegum skorti á vinnuafli í Póllandi. Þetta hefur leitt til þess að Pólverjar þurfa að sækja sér vinnuafl, aðallega í Suður-Asíu.“ Hún segir hægt að ræða fólksflutninga frá ótal hliðum en tilhneigingin sé að einblína á það sem miður fari. „Það er líka fullt af jákvæðum sögum. Ég hef verið að skoða tölfræði frá OECD og fleiri aðilum varðandi Ísland. Staðan hér er nokkuð góð í samanburði við önnur Evrópulönd.“ Þannig sé atvinnuþátttaka innflytjenda mest á Íslandi innan OECD og langtímaatvinnuleysi sama hóps það fimmta minnsta. „Við getum líka skoðað hluti eins og hvort innflytjendur telji að verið sé að brjóta á sér á vinnumarkaði. Á Íslandi telja rúm átta prósent erlends vinnuafls að svo sé. Það er lægsta hlutfallið á Norðurlöndunum.“ Birtist í Fréttablaðinu Filippseyjar Innflytjendamál Vinnumarkaður Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
„Það er mikilvægt fyrir Ísland að hugsa til langs tíma þegar kemur að innflytjendum og erlendu vinnuafli. Það verður alltaf þörf fyrir vinnuafl. Það væri kannski góð hugmynd að rifja upp hvernig staðan var hérna snemma á tíunda áratugnum þegar fólk fluttist hingað og aðlagaðist samfélaginu,“ segir Dovelyn Rannveig Mendoza, sem er sérfræðingur á sviði fólksflutninga. Dovelyn er frá Filippseyjum en bjó og starfaði um tíma á Íslandi. Hún sinnir nú rannsóknum og ráðgjöf til alþjóðastofnana og stjórnvalda víða um heim. Í gær tók hún þátt í pallborðsumræðum um málefni erlends starfsfólks á Íslandi á Þjóðarspegli Háskóla Íslands. Dovelyn býr nú og starfar í Hollandi en hefur undanfarin ár að mestu verið búsett í Bandaríkjunum. Hún fylgist þó með málum á Íslandi og þekkir umræðuna um erlent vinnuafl. Lykilatriði sé góð aðlögun innflytjenda að samfélaginu. „Hlutirnir eru allt öðruvísi þegar þú aðlagast samfélaginu og ert að vinna við hliðina á heimamönnum. Auðvitað er alltaf hætta á mismunun í sambandi við laun og ýmislegt fleira en samskipti við heimamenn breyta myndinni töluvert. Þegar fólk einangrast í samfélaginu er það í mjög viðkvæmri stöðu,“ segir Dovelyn. Vandamálin, bæði á Íslandi og víðar, stafi oft af því að þörf hagkerfisins fyrir vinnuafl sé oft árstíða- eða tímabundin. Þá sé oft um að ræða starfsmenn sem flytjist tímabundið milli landa og eigi því erfiðara með að aðlagast samfélaginu. Dovelyn segist oft heyra að vandamálið snúist fyrst og fremst um að erlent starfsfólk þekki ekki réttindi sín. Reynsla hennar bendi hins vegar til þess að oft sé fólk vel meðvitað en sætti sig einfaldlega við vissa mismunun þar sem því bjóðist ekkert betra. „Það er mjög mikilvægt að upplýsa fólk um réttindi sín en í sumum geirum er það ekki nóg. Það þarf að vera miklu virkara eftirlit til að tryggja að vinnuveitendur fari eftir reglunum. Það er eitthvað sem stjórnvöld verða á endanum að bera ábyrgð á.“ Dovelyn undirbýr nú nýtt rannsóknarverkefni sem tengist stöðunni í Póllandi en þaðan hefur mikið vinnuafl flust til Íslands og fleiri ríkja í Vestur-Evrópu. „Nú er farið að bera á raunverulegum skorti á vinnuafli í Póllandi. Þetta hefur leitt til þess að Pólverjar þurfa að sækja sér vinnuafl, aðallega í Suður-Asíu.“ Hún segir hægt að ræða fólksflutninga frá ótal hliðum en tilhneigingin sé að einblína á það sem miður fari. „Það er líka fullt af jákvæðum sögum. Ég hef verið að skoða tölfræði frá OECD og fleiri aðilum varðandi Ísland. Staðan hér er nokkuð góð í samanburði við önnur Evrópulönd.“ Þannig sé atvinnuþátttaka innflytjenda mest á Íslandi innan OECD og langtímaatvinnuleysi sama hóps það fimmta minnsta. „Við getum líka skoðað hluti eins og hvort innflytjendur telji að verið sé að brjóta á sér á vinnumarkaði. Á Íslandi telja rúm átta prósent erlends vinnuafls að svo sé. Það er lægsta hlutfallið á Norðurlöndunum.“
Birtist í Fréttablaðinu Filippseyjar Innflytjendamál Vinnumarkaður Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira