Sætasta og skemmtilegasta svín landsins Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. nóvember 2019 19:15 Mikill vinskapur hefur skapast á milli Gríshildar og Siggu enda tímir hún ekki að slátra henni og hvað þá að borða hana um jólin. Gríshildur elskar að láta Siggu klóra sér. Vísir/Magnús Hlynur Einstakt samband hefur skapast á milli bónda í Rangárvallasýslu og svínsins á bænum, kattarins og hundsins. Svínið fengu hjónin á bænum í brúðkaupsgjöf í sumar en þau tíma alls ekki að slátra því eða borða það um jólin því það er svo kátt og skemmtilegt. Hér erum við að tala um bæinn Hrafntóftir í Rangárþingi ytra þar sem þau hjónin Sigurbjörg Björgólfsdóttir og Þórir Ófeigsson búa ásamt börnum Á bænum snýst allt um gyltuna Gríshildi, sem þau Sigurbjörg, alltaf kölluð Sigga og Þórir fengu í brúðargjöf í sumar frá Stefáni, syni Siggu. Þá var hún bara eins mánaða grís en nú er hún orðin fimm mánaða og á eftir að stækka enn meira. Sigga, hundurinn Sammi, kötturinn Grettir og Gríshildur fara í göngutúr daglega og þá oftast niður að á þar sem allir fá að njóta sín. „Stundum hef ég verið að koma heim úr vinnunni og farið inn í hesthús, þá er bara búið að rústa öllu, Home Alone, ég hef alveg stundum verið að gefast upp en svo náttúrulega kemur alltaf eitthvað krúttlegt og skemmtilegt í staðinn alveg eins og með krakkana. Gríshildur er alveg skelfilega sæt, það er ekki hægt að segja annað, hún er náttúrulega sætasta svínið myndi ég segja,“ segir Sigga og hlær. Sigga segir dásamlegt að sjá samband hundsins, kattarins og svínsins, allir séu bestu vinir og njóti lífsins í sveitinni. „En ég veit ekki alveg hvernig þessi saga endar, ég hef allavega alls ekki list á að borða hana, það eru alltaf allir að segja, jólasteikin, jólasteikin, mér finnst það ekkert sniðug, ég ætla ekki að fara að borða hana, hún er orðin allt of mikil vinkona til þess.“ Sigga elskar að búa í sveit og umgangast dýrin sín alla daga. Þess á milli vinnur hún í Arion banka á Hellu.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Gríshildur þarf að éta mikið enda fær hún alla afganga af veitingastaðnum Kanslaranum á Hellu, auk afganga af heimilinu hjá Siggu en uppáhalds maturinn Gríshildar er brauð og mjólk blandað saman.En hver er framtíð Gríshildar? „Það er það sem ég veit ekki, það er stóra spurningin. Ég er svona að hugsa eitt og annað. Ef að fólk vill fá að fylgjast með henni þá verður það bara að kíkja á Facebook síðunnar hennar, sem heitir Gríshildur, the happy pig, þar verður örugglega hennar saga hvernig sem hún endar,“ segir Sigga. Dýr Landbúnaður Rangárþing ytra Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Fleiri fréttir Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Sjá meira
Einstakt samband hefur skapast á milli bónda í Rangárvallasýslu og svínsins á bænum, kattarins og hundsins. Svínið fengu hjónin á bænum í brúðkaupsgjöf í sumar en þau tíma alls ekki að slátra því eða borða það um jólin því það er svo kátt og skemmtilegt. Hér erum við að tala um bæinn Hrafntóftir í Rangárþingi ytra þar sem þau hjónin Sigurbjörg Björgólfsdóttir og Þórir Ófeigsson búa ásamt börnum Á bænum snýst allt um gyltuna Gríshildi, sem þau Sigurbjörg, alltaf kölluð Sigga og Þórir fengu í brúðargjöf í sumar frá Stefáni, syni Siggu. Þá var hún bara eins mánaða grís en nú er hún orðin fimm mánaða og á eftir að stækka enn meira. Sigga, hundurinn Sammi, kötturinn Grettir og Gríshildur fara í göngutúr daglega og þá oftast niður að á þar sem allir fá að njóta sín. „Stundum hef ég verið að koma heim úr vinnunni og farið inn í hesthús, þá er bara búið að rústa öllu, Home Alone, ég hef alveg stundum verið að gefast upp en svo náttúrulega kemur alltaf eitthvað krúttlegt og skemmtilegt í staðinn alveg eins og með krakkana. Gríshildur er alveg skelfilega sæt, það er ekki hægt að segja annað, hún er náttúrulega sætasta svínið myndi ég segja,“ segir Sigga og hlær. Sigga segir dásamlegt að sjá samband hundsins, kattarins og svínsins, allir séu bestu vinir og njóti lífsins í sveitinni. „En ég veit ekki alveg hvernig þessi saga endar, ég hef allavega alls ekki list á að borða hana, það eru alltaf allir að segja, jólasteikin, jólasteikin, mér finnst það ekkert sniðug, ég ætla ekki að fara að borða hana, hún er orðin allt of mikil vinkona til þess.“ Sigga elskar að búa í sveit og umgangast dýrin sín alla daga. Þess á milli vinnur hún í Arion banka á Hellu.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Gríshildur þarf að éta mikið enda fær hún alla afganga af veitingastaðnum Kanslaranum á Hellu, auk afganga af heimilinu hjá Siggu en uppáhalds maturinn Gríshildar er brauð og mjólk blandað saman.En hver er framtíð Gríshildar? „Það er það sem ég veit ekki, það er stóra spurningin. Ég er svona að hugsa eitt og annað. Ef að fólk vill fá að fylgjast með henni þá verður það bara að kíkja á Facebook síðunnar hennar, sem heitir Gríshildur, the happy pig, þar verður örugglega hennar saga hvernig sem hún endar,“ segir Sigga.
Dýr Landbúnaður Rangárþing ytra Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Fleiri fréttir Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Sjá meira