Fótbolti

Rúnar Már meistari í Kasakstan

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rúnar Már í leik Íslands og Frakklands í undankeppni EM 2020 í síðasta mánuði.
Rúnar Már í leik Íslands og Frakklands í undankeppni EM 2020 í síðasta mánuði. vísir/vilhelm

Rúnar Már Sigurjónsson og félagar hans í Astana urðu í dag meistarar í Kasakstan.

Astana vann 0-1 á sigur á Tobol. Á sama tíma tapaði liðið í 2. sæti, Kairat Almaty, óvænt fyrir Ertis Pavlodar, 5-0.

Astana er því með fjögurra stiga forskot á Kairat Almaty þegar einni umferð er ólokið í úrvalsdeildinni í Kasakstan.

Rúnar Már var á varamannabekknum hjá Astana í dag. Hann kom til liðsins í sumar.

Astana hefur alls sex sinnum orðið meistari í Kasakstan og þrisvar sinnum bikarmeistari. Félagið var stofnað fyrir áratug.

Rúnar Már er fyrsti Íslendingurinn sem verður meistari í Kasakstan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.