Mikil þörf á að rannsaka streitu og kulnun í samfélaginu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. nóvember 2019 18:30 Gyða Dröfn Tryggvadóttir lýðheilsufræðingur segir mikla þörf fyrir fræðslu um streitu og kulnun í samfélaginu og það þurfi einnig að rannsaka málið af meiri festu, Lýðheilsufræðingur segir afar mikla þörf fyrir fræðslu um streitu og það þurfi að rannsaka hana af meiri alvöru í samfélaginu. Það að vera í of mikilli streitu í langan tíma getur valdið fjöldann allan af líkamlegum og andlegum einkennum samkvæmt samantekt slysa-og bráðalæknis. Sálfræðingur sagði frá því í hádegisfréttum Bylgjunnar að kulnun og örmögnun virðist vera að aukast meðal landans. Það taki um eitt til þrjú ár að ná sér. Þá sagði ungur læknir frá því í gær að hann hefði glímt við kulnun og það hefði komið á óvart hversu hratt einkenni hennar hefði þróast og hversu langan tíma tæki að ná sér. Loks hafa rannsóknir sýnt að sjö af hverjum tíu læknum hér á landi telja sig vera undir of miklu álagi í störfum sínum. Ráðstefna um streitu fór fram í Salnum í Kópavogi um helgina og er þetta önnur ráðstefnan um efnið á stuttum tíma. Uppselt var á viðburðinn og segja skipuleggjendur mikla þörf fyrir í fræðslu um streitu. Gyða Dröfn Tryggvadóttir er ein þeirra. „Þörfin er greinilega svo mikið að við þurftum að halda ráðstefnu númer tvö og mér sýnist stefna í ráðstefnu númer þrjú. Það er gott en það segir okkur líka að það er tilefni til að skoða þessi mál af ennþá meiri alvöru í samfélaginu,“ segir Gyða. Hún segir marga þætti valda því að fólk finni fyrir einkennum of mikillar streitu eða kulnunar. „Við þurfum að skoða þetta heildrænt og það er það sem við höfum einmitt séð hjá þeim sem hafa haldið erindi á ráðstefnunum, þetta eru margir þættir sem spila inní ástandið. Eitt af því sem ég hef skoðað eru samskipti en það hvernig við ölumst upp og hvernig æskan okkar er mótar okkur og stundum er fólk að burðast með bagga sem veldur því svo að samskipti verða erfiðari og það verður mun viðkvæmara fyrir álagsþáttum í lífinu,“ segir Gyða. Kristín Sigurðardóttir slysa-og bráðalæknir var meðal þeirra sem sagði frá einkennum ofurálags á ráðstefnunni og þar kom fram að einkennin séu af margvíslegum toga. Þannig geta líkamleg einkenni verið hjartsláttartruflanir, höfuð-og eða magaverkir og bæling ónæmiskerfist og andleg einkenni geta verið minnis-og eða svefntruflanir og kvíði og eða þunglyndi.Of mikil streita of lengiLíkamleg einkenniÖrari hjartsláttur, hjartsláttartruflunHækkaður blóðþrýstingurÖrari öndun, andvörpMagaverkur, ristilkrampiHöfuðverkurBreyting á matarlystþurr í munni, lakari meltingÞyngdartap/aukningNiðurgangurTíð þvaglátVerkirBæling ónæmiskerfisAukning á sýkingum og sjúkdómumKyndeyfð. Minnkuð frjósemiOf mikil streita of lengiAndleg einkenniSkerðir einbeitingu, þokusjónTruflar minniTorveldar ákvarðanatökuErfiðara að ljúka verkefnumÓskipulagViðkvæmniEykur alhæfingar, pirring og reiðiÞreytaSvefntruflanirKulnun í lífi og starfiKvíði og þunglyndi Heilbrigðismál Vinnumarkaður Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Lýðheilsufræðingur segir afar mikla þörf fyrir fræðslu um streitu og það þurfi að rannsaka hana af meiri alvöru í samfélaginu. Það að vera í of mikilli streitu í langan tíma getur valdið fjöldann allan af líkamlegum og andlegum einkennum samkvæmt samantekt slysa-og bráðalæknis. Sálfræðingur sagði frá því í hádegisfréttum Bylgjunnar að kulnun og örmögnun virðist vera að aukast meðal landans. Það taki um eitt til þrjú ár að ná sér. Þá sagði ungur læknir frá því í gær að hann hefði glímt við kulnun og það hefði komið á óvart hversu hratt einkenni hennar hefði þróast og hversu langan tíma tæki að ná sér. Loks hafa rannsóknir sýnt að sjö af hverjum tíu læknum hér á landi telja sig vera undir of miklu álagi í störfum sínum. Ráðstefna um streitu fór fram í Salnum í Kópavogi um helgina og er þetta önnur ráðstefnan um efnið á stuttum tíma. Uppselt var á viðburðinn og segja skipuleggjendur mikla þörf fyrir í fræðslu um streitu. Gyða Dröfn Tryggvadóttir er ein þeirra. „Þörfin er greinilega svo mikið að við þurftum að halda ráðstefnu númer tvö og mér sýnist stefna í ráðstefnu númer þrjú. Það er gott en það segir okkur líka að það er tilefni til að skoða þessi mál af ennþá meiri alvöru í samfélaginu,“ segir Gyða. Hún segir marga þætti valda því að fólk finni fyrir einkennum of mikillar streitu eða kulnunar. „Við þurfum að skoða þetta heildrænt og það er það sem við höfum einmitt séð hjá þeim sem hafa haldið erindi á ráðstefnunum, þetta eru margir þættir sem spila inní ástandið. Eitt af því sem ég hef skoðað eru samskipti en það hvernig við ölumst upp og hvernig æskan okkar er mótar okkur og stundum er fólk að burðast með bagga sem veldur því svo að samskipti verða erfiðari og það verður mun viðkvæmara fyrir álagsþáttum í lífinu,“ segir Gyða. Kristín Sigurðardóttir slysa-og bráðalæknir var meðal þeirra sem sagði frá einkennum ofurálags á ráðstefnunni og þar kom fram að einkennin séu af margvíslegum toga. Þannig geta líkamleg einkenni verið hjartsláttartruflanir, höfuð-og eða magaverkir og bæling ónæmiskerfist og andleg einkenni geta verið minnis-og eða svefntruflanir og kvíði og eða þunglyndi.Of mikil streita of lengiLíkamleg einkenniÖrari hjartsláttur, hjartsláttartruflunHækkaður blóðþrýstingurÖrari öndun, andvörpMagaverkur, ristilkrampiHöfuðverkurBreyting á matarlystþurr í munni, lakari meltingÞyngdartap/aukningNiðurgangurTíð þvaglátVerkirBæling ónæmiskerfisAukning á sýkingum og sjúkdómumKyndeyfð. Minnkuð frjósemiOf mikil streita of lengiAndleg einkenniSkerðir einbeitingu, þokusjónTruflar minniTorveldar ákvarðanatökuErfiðara að ljúka verkefnumÓskipulagViðkvæmniEykur alhæfingar, pirring og reiðiÞreytaSvefntruflanirKulnun í lífi og starfiKvíði og þunglyndi
Heilbrigðismál Vinnumarkaður Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira