Innlent

Attentus lagði til að ráðgjafi stigi til hliðar

Björn Þorfinnsson skrifar
Vinnueftirlitið fylgist með umhverfi vinnandi fólks.
Vinnueftirlitið fylgist með umhverfi vinnandi fólks. Fréttablaðið/Stefán
Stjórnsýsla Stjórnendur Attent­us höfðu sjálfir frumkvæði að því að nýr ráðgjafi tæki yfir verkefni sem fyrirtækið var fengið til að vinna í samstarfi við stjórnendur Vinnueftirlitsins. Í framhaldi var það sameiginleg ákvörðun þeirra og stjórnenda Vinnueftirlits að svo yrði.

Fréttablaðið greindi frá því í gær að ráðgjafi fyrirtækisins hefði verið látinn víkja út af meintum dónaskap í garð starfsmanna Vinnueftirlitsins.

„Það var gert til að tryggja að ágreiningur, meðal annars um meint ummæli, bitnaði ekki á faglegri vinnu sem komin var af stað innan Vinnueftirlitsins. Samhliða var málið sett í faglegt ferli hjá stofnuninni og fengnir utanaðkomandi aðilar til að annast málið svo tryggja mætti hlutlausa málsmeðferð,“ segir Inga Björg Hjaltadóttir, einn eigenda Attentus.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×