Borgin gerir ráð fyrir 20 milljörðum í fjárfestingar á næsta ári Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. nóvember 2019 12:45 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Vísir/Vilhelm Á fundi borgarstjórnar sem hófst klukkan tólf fer fram fyrri umræða um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2020 og umræða um fimm ára áætlun borgarinnar fyrir árin 2020-2024. Samkvæmt tilkynningu frá borginni er gert ráð fyrir að borgarsjóður skili 2,5 milljarða króna afgangi á næsta ári og að jákvæð niðurstaða samstæðunnar sé áætluð um 13 milljarðar króna eftir fjármagnsliði. Þá er gert ráð fyrir tæpum 20 milljörðum í fjárfestingar- og framkvæmdaáætlun fyrir árið 2020. Í máli Dags B. Eggertssonar á fundi borgarstjórnar kom fram að áætlunin taki mið af því að hægst hafi á í hagkerfinu og að enn eigi eftir að ljúka við gerð kjarasamninga. „Að undanförnu hefur verið samdráttur í efnahagslífinu. Það krefst þess að við séum enn betur á varðbergi gagnvart efnahagsumhverfinu. Við mætum samdrætti með traustri fjármálastjórn, hóflegri hagræðingarkröfu og metnaðarfullri fjárfestingaráætlun borgarsjóðs og borgarfyrirtækja“ er haft eftir Degi í tilkynningu. Þá sagði Dagur í ræðu sinni á fundi borgarstjórnar að „gjaldskrár verði áfram lágar og útsvar óbreytt.“ Að því er fram kemur í tilkynningu borgarinnar gerir áætlunin ráð fyrir góðri afkomu af samstæðu borgarinnar á næstu árum. Henni tilheyra B-hluta fyrirtæki borgarinnar á borð við Orkuveitu Reykjavíkur, Faxaflóahafnir, Félagsbústaði og malbikunarstöðin Höfði. Framlegð samstæðunnar er áætluð hátt í 22% á næsta ári en í fimm ára áætlun er gert ráð fyrir að framlegð hækki í ríflega 24%. Í fyrra var skuldaviðmið samstæðunnar 73% en reglur gera ráð fyrir að skuldaviðmið samstæðu sveitarfélaga séu innan við 150%. Meðal þeirra fjárfestinga sem gert er ráð fyrir í áætlun næsta árs eru sundlaug og íþrótta- og menningarmiðstöð í Úlfarsárdal, íþróttahöll og frjálsíþróttasvæði í suður-Mjódd og endurgerð á Hlemmtorgi. „Reykjavík er í örum vexti og eru ný íbúðahverfi að rísa í Vogabyggð, Hlíðarenda og við Leirtjörn í Úlfarsárdal. Þá verður stórauknu fjármagni veitt til skólaþróunar á grundvelli nýrrar menntastefnu auk þess sem aukin verkefni á sviði velferðar koma til framkvæmda, svo sem ný búsetuúrræði, innleiðing NPA og nýtt stuðningsnet í þjónustu við börn og fjölskyldur. Auknu fé verður veitt til viðhalds gatna og hleðslustöðvar fyrir rafbíla. Grænar áherslur eru ríkjandi í fjárfestingaráformum borgarinnar og loftslagsmál í forgrunni í áætlunum hennar um Borgarlínu og uppbyggingu í nágrenni við legustæði hennar,“ segir enn fremur í tilkynningu borgarinnar. Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Reykjanesbraut verður tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Sjá meira
Á fundi borgarstjórnar sem hófst klukkan tólf fer fram fyrri umræða um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2020 og umræða um fimm ára áætlun borgarinnar fyrir árin 2020-2024. Samkvæmt tilkynningu frá borginni er gert ráð fyrir að borgarsjóður skili 2,5 milljarða króna afgangi á næsta ári og að jákvæð niðurstaða samstæðunnar sé áætluð um 13 milljarðar króna eftir fjármagnsliði. Þá er gert ráð fyrir tæpum 20 milljörðum í fjárfestingar- og framkvæmdaáætlun fyrir árið 2020. Í máli Dags B. Eggertssonar á fundi borgarstjórnar kom fram að áætlunin taki mið af því að hægst hafi á í hagkerfinu og að enn eigi eftir að ljúka við gerð kjarasamninga. „Að undanförnu hefur verið samdráttur í efnahagslífinu. Það krefst þess að við séum enn betur á varðbergi gagnvart efnahagsumhverfinu. Við mætum samdrætti með traustri fjármálastjórn, hóflegri hagræðingarkröfu og metnaðarfullri fjárfestingaráætlun borgarsjóðs og borgarfyrirtækja“ er haft eftir Degi í tilkynningu. Þá sagði Dagur í ræðu sinni á fundi borgarstjórnar að „gjaldskrár verði áfram lágar og útsvar óbreytt.“ Að því er fram kemur í tilkynningu borgarinnar gerir áætlunin ráð fyrir góðri afkomu af samstæðu borgarinnar á næstu árum. Henni tilheyra B-hluta fyrirtæki borgarinnar á borð við Orkuveitu Reykjavíkur, Faxaflóahafnir, Félagsbústaði og malbikunarstöðin Höfði. Framlegð samstæðunnar er áætluð hátt í 22% á næsta ári en í fimm ára áætlun er gert ráð fyrir að framlegð hækki í ríflega 24%. Í fyrra var skuldaviðmið samstæðunnar 73% en reglur gera ráð fyrir að skuldaviðmið samstæðu sveitarfélaga séu innan við 150%. Meðal þeirra fjárfestinga sem gert er ráð fyrir í áætlun næsta árs eru sundlaug og íþrótta- og menningarmiðstöð í Úlfarsárdal, íþróttahöll og frjálsíþróttasvæði í suður-Mjódd og endurgerð á Hlemmtorgi. „Reykjavík er í örum vexti og eru ný íbúðahverfi að rísa í Vogabyggð, Hlíðarenda og við Leirtjörn í Úlfarsárdal. Þá verður stórauknu fjármagni veitt til skólaþróunar á grundvelli nýrrar menntastefnu auk þess sem aukin verkefni á sviði velferðar koma til framkvæmda, svo sem ný búsetuúrræði, innleiðing NPA og nýtt stuðningsnet í þjónustu við börn og fjölskyldur. Auknu fé verður veitt til viðhalds gatna og hleðslustöðvar fyrir rafbíla. Grænar áherslur eru ríkjandi í fjárfestingaráformum borgarinnar og loftslagsmál í forgrunni í áætlunum hennar um Borgarlínu og uppbyggingu í nágrenni við legustæði hennar,“ segir enn fremur í tilkynningu borgarinnar.
Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Reykjanesbraut verður tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Sjá meira