Innlent

Mælt fyrir frumvarpi um neyslurými í annað sinn

Heimir Már Pétursson skrifar

Landlæknir getur veitt sveitarfélagi leyfi til að stofna og reka neyslurými þar sem varsla og meðferð ávana- og fíkniefna er heimil, eða svo kölluð neyslurými, samkvæmt frumvarpi sem Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra mælti fyrir í dag. Hún sagði nokkrar breytingar hafa verið gerðar á frumvarpinu frá því það var fyrst lagt fram á síðasta þingi og mið tekið af athugasemdum.

Samkvæmt frumvarpinu verður heimilt að semja við lögreglu um að hún grípi ekki til aðgerða gegn notendum í neyslurýmis á tilteknu svæði í kringum húsnæði þess, sem verði lagalega verndað umhverfi. Þar geti 18 ára og eldri neytt ávana- og fíkniefna í æð undir eftirliti starfsfólks. Gætt sé fyllsta hreinlætis, öryggis og sýkingavarna.

Samkvæmt greinargerð með frumvarpinu er markmiðið með skaðaminnkandi aðgerðum að koma í veg fyrir frekari óafturkræfan skaða, auka lífsgæði og bæta heilsufar einstaklinga sem neyti ávana- og fíkniefna í æð.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.