Fótbolti

Naumt tap Skagamanna gegn Hrútunum

Anton Ingi Leifsson skrifar
2. flokkur Skagamanna fyrir síðasta leik.
2. flokkur Skagamanna fyrir síðasta leik. mynd/ía
Fyrri leikur ÍA og enska liðsins Derby County í unglingadeild UEFA fór fram á Víkingsvellinum í kvöld.Það byrjaði ekki vel fyri Skagamenn því eftir stundarfjórðung lentu þeir undir er Festy Ebosele kom Derby yfir.Ekki batnaði ástandið fimm mínútum fyrir leikhlé er Jack Stretton tvöfaldaði forystuna. Gestirnir frá Englandi mun sterkari í fyrri hálfleiknum.Skagamenn bitu frá sér í síðari hálfleik og þeir minnkuðu muninn í 2-1 er rúmlega stundarfjórðungur var til leiksloka. Aron Snær Ingason skoraði.Derby var þó nálægt því að bæta við fleiri mörkum því þeir áttu skot í slá og bjargað var á línu en allt kom fyrir ekki. Lokatölur 2-1 sigur Derby.Síðari leikur liðanna fer fram á Pride Park þann 27. nóvember.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.