Fótbolti

Nýja VAR-fagnið hans Marinho sló í gegn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Marinho fagnar marki með Santos liðinu.
Marinho fagnar marki með Santos liðinu. Getty/Miguel Schincariol

Varsjáin hefur verið mikið á milli tannanna hjá fótboltaáhugafólki síðan að myndbandadómararnir urðu fastur hluti af fótboltaleikjum.

Oftar en ekki hafa menn fagnað mörkum sem Varsjáin hefur síðan dæmt af.

Brasilíumaðurinn Marinho hjá Santos var líklega sá fyrsti til að bjóða upp á VAR-fagn þegar hann skoraði mark fyrir félagið sitt á dögunum.

Marinho fagnaði marki sínu á dögunum með nokkuð frumlegum hætti eins og sjá má hér fyrir neðan.Marinho sendi markið sitt í VAR og fékk síðan jákvæðar niðurstöður til baka og benti þá á miðjupunktinn eins og dómari hefði gert.

Marinho er 29 ára vængmaður sem er á sínu fyrsta tímabili með Santos. Hann reyndi fyrir sér í kínversku deildinni fyrir nokkrum árum og var lengi í gang eftir að hann kom aftur heim til Brasilíu.

Það hefur aftur á móti gengið betur hjá honum með liði Santos og hann var bæði með mark og stoðsendingu í 4-1 sigri á Botafogo á dögunum.

Nú er spurning hvort að VAR-fagnið hans slái í gegn? ESPn setti það á Twitter-síðu og hann í það minnsta búinn að ná sér í smá heimsathygli. Kannski bara þessar heimsfrægur fimmtán mínútur af frægð.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.