Manchester City náði jafn­tefli á Ítalíu með Kyle Wal­ker í markinu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Walker í markinu í kvöld.
Walker í markinu í kvöld. vísir/getty
Manchester City steig stórt skref í átt að 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld er liðið gerði 1-1 jafntefli við Atalanta á útivelli.

Það stefndi í markasúpu er Raheem Sterling skoraði strax á sjöundu mínútu eftir laglegt samspil og flestir héldu þá að City myndi ganga á lagið.

Þeir fengu vítaspyrnu á 43. mínútu. Á punktinn steig Gabriel Jesus en hann skaut boltanum framhjá. Hörmuleg vítaspyrna og 1-0 í hálfleik.







Í hálfleiknum fór Ederson af velli og í markið kom Claudio Bravo. Á fjórðu mínútu síðari hálfleiks jafnaði Mario Pasalic metin með glæsilegum skalla.

Þegar níu mínútur voru eftir fór Bravo í glæfralegt úthlaup sem endaði með því að Bravo gerðist brotlegur og var sendur í sturtu. City markmannslausir og Kyle Walker var sendur af bekknum til þess að fara í markið.







Hann fékk ekkert mark á sig á þeim fimmtán mínútum sem voru eftir og lokatölur 1-1. City á toppi riðilsins með tíu stig en Atalanta er á botninum með eitt stig.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira