Loksins sigur á útivelli hjá Tottenham og Real í stuði | Öll úrslit kvöldsins

Anton Ingi Leifsson skrifar
Son sendi Andre Gomes kveðjur í kvöld.
Son sendi Andre Gomes kveðjur í kvöld. vísir/getty

Tottenham vann lífsnauðsynlegan sigur á Rauðu stjörnunni er liðin mættust í Serbíu í kvöld. Lokatölur 4-0 sigur Tottenham.

Giovani Lo Celso kom Tottenham yfir á 34. mínútu og Heung-Min Son skoraði tvö mörk í síðari hálfleiknum. Daninn Christian Eriksen skoraði fjórða markið á 85. mínútu.

Tottenham er í öðru sæti riðilsins með sjö stig og er komið í góða stöðu í riðlinum. Rauða stjarnan er í þriðja sætinu með þrjú stig og Olympiakos á botninum með eitt.

Real Madrid var í stuði á heimavelli er Galatasaray kom í heimsókn. Lokatölur urðu 6-0 sigur þeirra spænsku en staðan var 4-0 í hálfleik.

Það var frá upphafi ljóst í hvað stefndi því eftir stundarfjórðung var staðan orðinn 3-0. Rodrygo hafði skorað tvö mörk og Sergio Ramos af vítapunktinum.

Karim Benzema bætti við tveimur mörkum, einu í sitthvorum hálfleiknum, og Rodrygo fullkomnaði þrennuna í uppbótartíma síðari hálfleiks.

Í sama riðli vann PSG 1-0 sigur á Club Brugge með marki Mauro Icardi. PSG á toppnum með tólf stig, Real með sjö, Club Brugge tvö og Galatasaray eitt.

Öll úrslit kvöldsins:
A-riðill:
PSG - Club Brugge 1-0
Real Madrid - Galatasaray 6-0

B-riðill:
Bayern Munchen - Olympiacos 2-0
Crvena Zvezda - Tottenham 0-4

C-riðill:
Atalanta - Manchester City 1-1
Dinamo Zagreb - Shaktar Donetsk 3-3

D-riðill:
Lokamotiv Moskva - Juventus 1-2
Bayer Leverkusen - Atletico Madrid 2-1

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.