Loksins sigur á útivelli hjá Tottenham og Real í stuði | Öll úrslit kvöldsins

Anton Ingi Leifsson skrifar
Son sendi Andre Gomes kveðjur í kvöld.
Son sendi Andre Gomes kveðjur í kvöld. vísir/getty
Tottenham vann lífsnauðsynlegan sigur á Rauðu stjörnunni er liðin mættust í Serbíu í kvöld. Lokatölur 4-0 sigur Tottenham.

Giovani Lo Celso kom Tottenham yfir á 34. mínútu og Heung-Min Son skoraði tvö mörk í síðari hálfleiknum. Daninn Christian Eriksen skoraði fjórða markið á 85. mínútu.

Tottenham er í öðru sæti riðilsins með sjö stig og er komið í góða stöðu í riðlinum. Rauða stjarnan er í þriðja sætinu með þrjú stig og Olympiakos á botninum með eitt.







Real Madrid var í stuði á heimavelli er Galatasaray kom í heimsókn. Lokatölur urðu 6-0 sigur þeirra spænsku en staðan var 4-0 í hálfleik.

Það var frá upphafi ljóst í hvað stefndi því eftir stundarfjórðung var staðan orðinn 3-0. Rodrygo hafði skorað tvö mörk og Sergio Ramos af vítapunktinum.

Karim Benzema bætti við tveimur mörkum, einu í sitthvorum hálfleiknum, og Rodrygo fullkomnaði þrennuna í uppbótartíma síðari hálfleiks.

Í sama riðli vann PSG 1-0 sigur á Club Brugge með marki Mauro Icardi. PSG á toppnum með tólf stig, Real með sjö, Club Brugge tvö og Galatasaray eitt.







Öll úrslit kvöldsins:

A-riðill:

PSG - Club Brugge 1-0

Real Madrid - Galatasaray 6-0

B-riðill:

Bayern Munchen - Olympiacos 2-0

Crvena Zvezda - Tottenham 0-4

C-riðill:

Atalanta - Manchester City 1-1

Dinamo Zagreb - Shaktar Donetsk 3-3

D-riðill:

Lokamotiv Moskva - Juventus 1-2

Bayer Leverkusen - Atletico Madrid 2-1

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira