Innlent

Fjölgað hefur í starfsliði Ríkislögreglustjóra

Aðalheiður Ámundadóttir skrifar
Haraldur Johannessen er ríkislögreglustjóri.
Haraldur Johannessen er ríkislögreglustjóri. Fréttablaðið/Anton Brink
Stöðugildum hjá Ríkislögreglustjóra hefur fjölgað um átta á síðustu tíu árum. Þau fóru úr 126 árið 2008 í 134 árið 2018. Mest er fjölgunin í hópi aðalvarðstjóra og lögreglufulltrúa. Á sama tíma hefur stöðugildum hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fækkað um 42 stöðugildi. Þau voru 411 árið 2008 en 369 á síðasta ári. Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Unnar Brár Konráðsdóttur, varaþingmanns Sjálfstæðisflokksins.Greiðslur til beggja embætta hækkuðu umtalsvert á tímabilinu. Ríkislögreglustjóri fékk 1.200 milljónir úr ríkissjóði árið 2008. Í fyrra fékk embættið 1.901 milljón úr ríkissjóði. Greiðslur úr ríkissjóði til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu voru 2.930 milljónir árið 2008 en hækkuðu jafnt og þétt og voru 4.847 milljónir í fyrra.Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.