Innlent

Fjölgað hefur í starfsliði Ríkislögreglustjóra

Aðalheiður Ámundadóttir skrifar
Haraldur Johannessen er ríkislögreglustjóri.
Haraldur Johannessen er ríkislögreglustjóri. Fréttablaðið/Anton Brink

Stöðugildum hjá Ríkislögreglustjóra hefur fjölgað um átta á síðustu tíu árum. Þau fóru úr 126 árið 2008 í 134 árið 2018. Mest er fjölgunin í hópi aðalvarðstjóra og lögreglufulltrúa. Á sama tíma hefur stöðugildum hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fækkað um 42 stöðugildi. Þau voru 411 árið 2008 en 369 á síðasta ári. Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Unnar Brár Konráðsdóttur, varaþingmanns Sjálfstæðisflokksins.

Greiðslur til beggja embætta hækkuðu umtalsvert á tímabilinu. Ríkislögreglustjóri fékk 1.200 milljónir úr ríkissjóði árið 2008. Í fyrra fékk embættið 1.901 milljón úr ríkissjóði. Greiðslur úr ríkissjóði til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu voru 2.930 milljónir árið 2008 en hækkuðu jafnt og þétt og voru 4.847 milljónir í fyrra.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.