Sportpakkinn: Erik Hamrén segir leikinn í Tyrklandi vera mjög erfiða en um leið mjög áhugaverða áskorun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. nóvember 2019 15:00 Erik Hamrén eftir sigur á Tyrkjum í fyrri leiknum á Laugardalsvellinum. Getty/Oliver Hardt Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, fór komandi leiki íslenska landsliðsins í undankeppni EM 2020 en íslenska liðið verður að vinna tvo síðustu leiki sína á móti Tyrklandi og Moldóvu til að eiga möguleika á að komast upp úr riðlinum. Erik Hamrén valdi hópinn í dag og þar er enginn Emil Hallfreðsson að þessu sinni. Emil hefur verið í landsliðinu að undanförnu þrátt fyrir að vera án liðs en Erik Hamrén segir það ekki ganga endalaust. Guðjón Guðmundsson setti saman frétt með viðtali við Erik Hamrén sem tekið var á blaðamannafundi þjálfara landsliðsins í dag. Jóhann Berg Guðmundsson verður ekki með íslenska landsliðinu vegna meiðsla ekki frekar en Aron Einar Gunnarsson. Erik Hamrén var spurður út í fjarveru Emils. „Eins og ég sagði í sumar þá verður það vandamál ef hann finnur sér ekki lið. Það var líka þannig með Birki. Það er ekki hægt fyrir leikmann að vera í formi til að spila landsleiki ef hann er ekki að æfa og spila. Þetta var í lagi í september og október þar sem hann hjálpaði liðinu en þetta gengur ekki upp í svona langan tíma,“ sagði Erik Hamrén. Leikirnir eru á móti Tyrklandi í Istanbul 14. nóvember og á móti Moldóvum þremur dögum síðar. Þetta eru leikir sem verða að vinnast ætli íslenska liðið sér í lokakeppni EM. „Það er áhugaverð áskorun að spila í Istanbul og á þessum velli. Þetta verður eitthvað,“ sagði Erik Hamrén. „Ég hef stýrt liðum í Tyrklandi og þar er frábært andrúmsloft. Þetta verður mjög erfiður leikur fyrir okkur en um leið mjög áhugaverð áskorun. Ég vona að við tökumst á við hana og sýnum hvað við getum. Við verðum að gera okkar allra besta til að vinna og það er markmiðið að vinna þennan leik. Þar liggur eini möguleiki okkar, að vinna leikinn við Tyrki og þá ræðst þetta allt í lokaumferðinni,“ sagði Erik Hamrén. Íslenska landsliðið vann 3-0 sigur á Tyrklandi þegar þjóðirnar mættust síðast úti og svo 2-1 sigur í fyrri leik þjóðanna á Laugardalsvellinum í júní. „Það var magnað að vinna þá 3-0 úti en Tyrkir eru með allt annað lið í dag. Þeim hefur tekist að setja saman mjög góða blöndu af leikmönnum og þeir hafa aðeins fengið á sig þrjú mörk í allri undankeppninni þar af tvö þeirra í fyrri leiknum við okkur,“ sagði Erik Hamrén. „Þeir eru með mjög sterkt lið sem hefur ekki enn fengið á sig mark í opnum leik. Úrslitin í fyrri leiknum sýna okkur það að við getum unnið þá og ég vona að það takist hjá okkur aftur,“ sagði Erik Hamrén. Það má sjá alla fréttina hér fyrir neðan.Klippa: Sportpakkinn: Erik Hamrén segir leikinn í Tyrklandi vera mjög erfiða en um leið mjög áhugaverða áskorun EM 2020 í fótbolta Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Sjá meira
Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, fór komandi leiki íslenska landsliðsins í undankeppni EM 2020 en íslenska liðið verður að vinna tvo síðustu leiki sína á móti Tyrklandi og Moldóvu til að eiga möguleika á að komast upp úr riðlinum. Erik Hamrén valdi hópinn í dag og þar er enginn Emil Hallfreðsson að þessu sinni. Emil hefur verið í landsliðinu að undanförnu þrátt fyrir að vera án liðs en Erik Hamrén segir það ekki ganga endalaust. Guðjón Guðmundsson setti saman frétt með viðtali við Erik Hamrén sem tekið var á blaðamannafundi þjálfara landsliðsins í dag. Jóhann Berg Guðmundsson verður ekki með íslenska landsliðinu vegna meiðsla ekki frekar en Aron Einar Gunnarsson. Erik Hamrén var spurður út í fjarveru Emils. „Eins og ég sagði í sumar þá verður það vandamál ef hann finnur sér ekki lið. Það var líka þannig með Birki. Það er ekki hægt fyrir leikmann að vera í formi til að spila landsleiki ef hann er ekki að æfa og spila. Þetta var í lagi í september og október þar sem hann hjálpaði liðinu en þetta gengur ekki upp í svona langan tíma,“ sagði Erik Hamrén. Leikirnir eru á móti Tyrklandi í Istanbul 14. nóvember og á móti Moldóvum þremur dögum síðar. Þetta eru leikir sem verða að vinnast ætli íslenska liðið sér í lokakeppni EM. „Það er áhugaverð áskorun að spila í Istanbul og á þessum velli. Þetta verður eitthvað,“ sagði Erik Hamrén. „Ég hef stýrt liðum í Tyrklandi og þar er frábært andrúmsloft. Þetta verður mjög erfiður leikur fyrir okkur en um leið mjög áhugaverð áskorun. Ég vona að við tökumst á við hana og sýnum hvað við getum. Við verðum að gera okkar allra besta til að vinna og það er markmiðið að vinna þennan leik. Þar liggur eini möguleiki okkar, að vinna leikinn við Tyrki og þá ræðst þetta allt í lokaumferðinni,“ sagði Erik Hamrén. Íslenska landsliðið vann 3-0 sigur á Tyrklandi þegar þjóðirnar mættust síðast úti og svo 2-1 sigur í fyrri leik þjóðanna á Laugardalsvellinum í júní. „Það var magnað að vinna þá 3-0 úti en Tyrkir eru með allt annað lið í dag. Þeim hefur tekist að setja saman mjög góða blöndu af leikmönnum og þeir hafa aðeins fengið á sig þrjú mörk í allri undankeppninni þar af tvö þeirra í fyrri leiknum við okkur,“ sagði Erik Hamrén. „Þeir eru með mjög sterkt lið sem hefur ekki enn fengið á sig mark í opnum leik. Úrslitin í fyrri leiknum sýna okkur það að við getum unnið þá og ég vona að það takist hjá okkur aftur,“ sagði Erik Hamrén. Það má sjá alla fréttina hér fyrir neðan.Klippa: Sportpakkinn: Erik Hamrén segir leikinn í Tyrklandi vera mjög erfiða en um leið mjög áhugaverða áskorun
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Sjá meira