Messi setti upp sýningu í öruggum sigri Barcelona

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Þrenna
Þrenna vísir/getty
Lionel Messi var munurinn á Barcelona og Celta Vigo þegar liðin áttust við á Nývangi í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Argentínumaðurinn knái opnaði leikinn með marki úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik en gestirnir náðu að jafna metin á 42.mínútu. Börsungar fóru engu að síður með forystu í leikhlé því Messi skoraði beint úr aukaspyrnu á lokamínútu fyrri hálfleiks.

Messi fór svo langt með að gera út um leikinn með öðru marki beint úr aukaspyrnu í upphafi síðari hálfleiks. Sergio Busquets gerði endanlega út um leikinn skömmu fyrir leikslok. Lokatölur 4-1 fyrir Barcelona sem trónir á toppi deildarinnar.

Bein lýsing

Leikirnir
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.