Fótbolti

Aftur rúllaði AZ Alkmaar yfir Astana: 11-0 á tveimur vikum

Anton Ingi Leifsson skrifar
AZ Alkmaar fagnar marki í dag.
AZ Alkmaar fagnar marki í dag. vísir/getty

AZ Alkmaar vann 5-0 sigur á Astana er liðin mættust í Evrópudeildinni í dag. Þetta er í annað skipti á tveimur vikum sem hollenska liðið rúllar yfir Astana.

Hvorki Albert Guðmundsson hjá AZ Alkmaar eða Rúnar Már Sigurjónsson voru í leikmannahópum liðanna en þeir eru báðir á meiðslalistanum.

Staðan var 1-0 í hálfleik en í síðari hálfleik gengu gestirnir frá Hollandi á lagið. Þeir bættu við fjórum mörkum og unnu 5-0 en í síðustu umferð unnu þeir 6-0 siugr. Samanlagt 11-0.

Alkmaar er á toppi riðilsins með átta stig og Astana er án stiga en Manchester United getur skotist á toppinn með sigri á Partizan Belgrad síðar í kvöld.

Man. Utd er með sjö stig og Partizan fjögur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.