Innlent

64 prósent fýla með plast í meltingar­vegi

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Plast sem fannst í meltingarfærum eins fýls árið 2019.
Plast sem fannst í meltingarfærum eins fýls árið 2019. Mynd/umhverfisstofnun

Um 64 prósent fýla voru með plast í meltingarvegi, samkvæmt niðurstöðum vöktunar á magni plasts í meltingarvegi fuglanna árið 2019. Greint er frá á vef Umhverfisstofnunar. Þá voru 13 prósent fýlanna með yfir 0,1 grömm af plasti í meltingarvegi.

Að meðaltali voru 3,7 plastagnir í hverjum fýl. Meðalþyngd plastsins var 0,12 grömm/fýl, sem er sambærilegt við niðurstöður ársins 2018. Þetta er örlítið minna magn en komið hefur fram í eldri rannsóknum á plasti í fýlum hér við land. 

Magn plasts er yfir þeim mörkum sem OSPAR, samningur um verndun hafrýmis á Norðaustur-Atlandshafi, stefnir að. Þannig er miðað við að að innan við 10 prósent fýla hafi yfir 0,1 grömm af plasti í meltingarvegi.

Samanborið við fýla á öðrum hafsvæðum við Norður-Atlantshaf virðist vera minna magn af plasti í fýlum hér við land, miðað við niðurstöður rannsókna árin 2018 og 2019. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.