Kæra stjórnvöld vegna meðferðar á albönsku konunni Sunna Sæmundsdóttir skrifar 8. nóvember 2019 18:30 Efnt var til mótmæla við dómsmálaráðuneytið í dag vegna brottvísunar óléttu albönsku konunnar. Samtökin Réttur barna á flótta ætla kæra ríkislögreglustjóra, Útlendingastofnun og heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu fyrir mannréttindabrot sem þau telja að framin hafi verið á óléttu albönsku konunni sem vísað var úr landi í vikunni. Barnshafandi konur mótmæltu fyrir utan dómsmálaráðuneytið í dag. „Dómsmálaráðherra og framkvæmdastjóri Útlendingastofnunar hafa lýst því yfir að öllum reglum hafi verið framfylgt. Og ef þetta eru reglurnar sem við erum að framfylgja að þá þarf bara að breyta þeim," segir Salka Gullbrá Þórarinsdóttir, skipuleggjandi mótmælanna, fyrir utan dómsmálaráðuneytið í dag. Óléttar konur, fólk með börn og fleiri söfnuðust saman fyrir utan ráðuneytið í dag til að mótmæla framgöngu stjórnvalda í máli óléttu albönsku konunnar sem vísað var úr landi aðfaranótt þriðjudags. Mótmælendur skildu eftir kröfubréf til Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra. Konan var gengin um 36 vikur á leið og hafði fengið vottorð er sagði að hún myndi eiga erfitt með langt flug. Síðar var gefið út annað svokallað „Fit to fly" vottorð sem hefur verið umdeilt. Konan var lögð inn á spítala eftir komuna til Albaníu með samdrætti sem gengu síðan niður. „Í augnablikinu held ég að hún sé ekki á spítala heldur bara að flakka á milli vina og vandamanna til að koma sér undan þeirri hættu sem blasti við þeim áður en þau komu hingað," segir Elínborg Harpa Önundardóttir, hjá samtökunum No borders. Mynd sem No Borders Iceland birtu af albönsku konunni þegar hún var hjá lækni í mæðravernd á Íslandi.Mynd/No borders icelandSamtökin Réttur barna á flótta hyggjast höfða mál gegn íslenskum stjórnvöldum vegna meintra vegna mannréttindabrota sem þau telja að framin hafi verið á konunni. Lögmannsstofan Réttur hefur tekið að sér málið og ætla samtökin af stað með söfnun fyrir þrjú hundruð þúsund króna málskostnaði. Vinnist málið renna bætur til fjölskyldunnar. Kærunni er beint að þremur stofnunum. „Það eru ríkislögreglustjóri sem á að kæra, en hann sér um allar brottvísanir sem eru framkvæmdar. Útlendingastofnun fyrir brot á reglum og einnig á að kæra lækninn eða heilsugæsluna fyrir að gefa út þetta vottorð, sem á eftir að koma í ljós hvernig var eiginlega búið til. Þar sem læknirinn hafði aldrei hitt einstaklinginn," segir Elínborg Harpa.Samtökin Réttur barna á flótta halda utan um söfnun fyrir málskostnaði. Þeir sem hafa áhuga á að leggja sitt af mörkum er bent á reikning samtakanna:Bankanúmer: 545-26-8014 Kennitala: 690719-0370 Hælisleitendur Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Sjá meira
Samtökin Réttur barna á flótta ætla kæra ríkislögreglustjóra, Útlendingastofnun og heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu fyrir mannréttindabrot sem þau telja að framin hafi verið á óléttu albönsku konunni sem vísað var úr landi í vikunni. Barnshafandi konur mótmæltu fyrir utan dómsmálaráðuneytið í dag. „Dómsmálaráðherra og framkvæmdastjóri Útlendingastofnunar hafa lýst því yfir að öllum reglum hafi verið framfylgt. Og ef þetta eru reglurnar sem við erum að framfylgja að þá þarf bara að breyta þeim," segir Salka Gullbrá Þórarinsdóttir, skipuleggjandi mótmælanna, fyrir utan dómsmálaráðuneytið í dag. Óléttar konur, fólk með börn og fleiri söfnuðust saman fyrir utan ráðuneytið í dag til að mótmæla framgöngu stjórnvalda í máli óléttu albönsku konunnar sem vísað var úr landi aðfaranótt þriðjudags. Mótmælendur skildu eftir kröfubréf til Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra. Konan var gengin um 36 vikur á leið og hafði fengið vottorð er sagði að hún myndi eiga erfitt með langt flug. Síðar var gefið út annað svokallað „Fit to fly" vottorð sem hefur verið umdeilt. Konan var lögð inn á spítala eftir komuna til Albaníu með samdrætti sem gengu síðan niður. „Í augnablikinu held ég að hún sé ekki á spítala heldur bara að flakka á milli vina og vandamanna til að koma sér undan þeirri hættu sem blasti við þeim áður en þau komu hingað," segir Elínborg Harpa Önundardóttir, hjá samtökunum No borders. Mynd sem No Borders Iceland birtu af albönsku konunni þegar hún var hjá lækni í mæðravernd á Íslandi.Mynd/No borders icelandSamtökin Réttur barna á flótta hyggjast höfða mál gegn íslenskum stjórnvöldum vegna meintra vegna mannréttindabrota sem þau telja að framin hafi verið á konunni. Lögmannsstofan Réttur hefur tekið að sér málið og ætla samtökin af stað með söfnun fyrir þrjú hundruð þúsund króna málskostnaði. Vinnist málið renna bætur til fjölskyldunnar. Kærunni er beint að þremur stofnunum. „Það eru ríkislögreglustjóri sem á að kæra, en hann sér um allar brottvísanir sem eru framkvæmdar. Útlendingastofnun fyrir brot á reglum og einnig á að kæra lækninn eða heilsugæsluna fyrir að gefa út þetta vottorð, sem á eftir að koma í ljós hvernig var eiginlega búið til. Þar sem læknirinn hafði aldrei hitt einstaklinginn," segir Elínborg Harpa.Samtökin Réttur barna á flótta halda utan um söfnun fyrir málskostnaði. Þeir sem hafa áhuga á að leggja sitt af mörkum er bent á reikning samtakanna:Bankanúmer: 545-26-8014 Kennitala: 690719-0370
Hælisleitendur Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Sjá meira