Fótbolti

Markaþurrð Viðars heldur áfram

Anton Ingi Leifsson skrifar
Viðar í landsleik.
Viðar í landsleik. vísir/getty
Viðar Örn Kjartansson náði ekki að komast á blað er Rubin Kazan tapaði 1-0 fyrir Dinamo Moskvu í rússnesku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

First og eina mark leiksins kom á 23. mínútu er Sebastian Szymanski tryggði Moskvumönnum sigur.

Tvö rauð spjöld fóru á loft. Rubin Kazan fékk eitt rautt spjald á 45. mínútu og liðin urðu svo jöfn er Ivan Ordets var sendur í bað á 66. mínútu en lokatölur 1-0.

Viðar Örn spilaði allan leikinn fyrir Rubin Kazan en náði ekki að skora. Hann hefur ekki skorað í rússnesku úrvalsdeildinni síðan 29. júlí.

Rubin er í 13. sæti deildarinnar með sautján stig. Spartak er um miðja deild með 18 stig í 8. sætinu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.