Fótbolti

Markaþurrð Viðars heldur áfram

Anton Ingi Leifsson skrifar
Viðar í landsleik.
Viðar í landsleik. vísir/getty

Viðar Örn Kjartansson náði ekki að komast á blað er Rubin Kazan tapaði 1-0 fyrir Dinamo Moskvu í rússnesku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

First og eina mark leiksins kom á 23. mínútu er Sebastian Szymanski tryggði Moskvumönnum sigur.

Tvö rauð spjöld fóru á loft. Rubin Kazan fékk eitt rautt spjald á 45. mínútu og liðin urðu svo jöfn er Ivan Ordets var sendur í bað á 66. mínútu en lokatölur 1-0.

Viðar Örn spilaði allan leikinn fyrir Rubin Kazan en náði ekki að skora. Hann hefur ekki skorað í rússnesku úrvalsdeildinni síðan 29. júlí.

Rubin er í 13. sæti deildarinnar með sautján stig. Spartak er um miðja deild með 18 stig í 8. sætinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.