Fótbolti

Ingvar og Hólmar koma inn í landsliðshópinn í stað nafnanna

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hólmar Örn Eyjólfsson er kominn inn í landsliðið.
Hólmar Örn Eyjólfsson er kominn inn í landsliðið. vísir/vilhelm

Gerðar hafa verið tvær breytingar á íslenska landsliðshópnum sem mætir Tyrklandi og Moldóvu í undankeppni EM 2020.

Nafnarnir Rúnar Alex Rúnarsson og Rúnar Már Sigurjónsson hafa þurft að draga sig út úr leikmannahópnum vegna meiðsla.

Rúnar Alex meiddist á höfði á æfingu Dijon í vikunni en Rúnar Már er enn að jafna sig eftir meiðsli sem hann varð fyrir í síðasta verkefni með landsliðinu.
Erik Hamrén hefur því ákveðið að kalla þá Hólmar Örn Eyjólfsson og Ingvar Jónsson inn í hópinn. Hólmar leikur með Levski Sofia í Búlgaríu og Ingvar með Viborg í Danmörku.

Ísland mætir Tyrklandi í Istanbúl fimmtudaginn 14. nóvember. Sunnudaginn 17. nóvember sækir Ísland svo Moldóvu heim í lokaleik sínum í undankeppninni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.