„Mikill heiður og stór viðurkenning“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. október 2019 13:45 Gyða Valtýsdóttir tónskáld er handhafi tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2019. norden.org/Magnus Froderberg Íslenska tónlistarkonan Gyða Valtýsdóttir hlaut í gær tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs. Hún segir verðlaunin mikinn heiður og kveðst vona að þau kunni að opna fleiri dyr. Gyða og Sæunn Þorsteinsdóttir sellóleikari voru tilnefndar fyrir hönd Íslands en þær voru í hópi þrettán listamanna sem tilnefndir voru. Gyða var meðal stofnenda rafhljómsveitarinnar múm og er menntuð í sígildri tónlist en hefur ekki einskorðað sig við neina tiltekna tónlistarstefnu að því er segir í rökstuðningi dómnefndar.Sjá einnig: Gyða hlaut tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs „Þetta er náttúrlega rosa mikill heiður og stór viðurkenning,“ segir Gyða í samtali við fréttastofu. „Þetta vonandi opnar einhverjar dyr og gefur mér frelsi til að skapa það sem mig langar til að skapa. Aðspurð segist hún vera með mörg verkefni í pípunum en hún er til að mynda að gefa út nýja plötu snemma á næsta ári. „Hún er tilbúin og ég er mjög spennt fyrir henni og þar er ég að vinna með íslensku tónlistarfólki og svo er bara margt annað,“ segir Gyða. Í febrúar er til að mynda væntanleg plata sem byggir á samstarfsverkefni Gyðu og tvíburasystur hennar Kristínar Önnu Valtýsdóttur, Ragnars Kjartanssonar og tvíburabræðranna Aarons og Bryce Dessner úr hljómsveitinni The National. Í þakkarræðu sinni í gær minntist Gyða sérstaklega á tvíburasystur sína Kristínu Önnu en Gyða segir hana vera stóran part af lífi sínu og hún hafi kennt henni margt. „Svo þegar maður fær svona tilnefningu og einhver verðlaunaafhending, maður fer alltaf að hugsa hvort að maður sé þess verðugur og einhverjir meta sig út frá einhverjum öðrum og einhverjum standördum,“ segir Gyða. Hún hafi reynt að tileinka sér það að láta samanburð við aðra eða einhvers konar keppni ekki ráða för. „Þegar maður elst upp sem tvíburi þá er svo mikil samkeppni og samanburður, líka bara utan frá einhvern veginn. Fólk er alltaf að bera mann saman. Þannig að maður elst svolítið upp við það og klassískt tónlistarnám hjálpaði ekki. Það byrjar snemma svona einhver mælikvarði á mann og hæfileika manns,“ segir Gyða. „Að hafa kynnst þessu tvennu, að vera tvíburi og fara út í tónlistarnám, þá vildi ég svona einhvern veginn fara í hina áttina. Ég veit ekki hvernig ég á að útskýra það, einhvern veginn að þekkja sjálfan sig og bera sig ekki saman við eitthvað annað.“ Íslendingar erlendis Menning Tónlist Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fleiri fréttir Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Sjá meira
Íslenska tónlistarkonan Gyða Valtýsdóttir hlaut í gær tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs. Hún segir verðlaunin mikinn heiður og kveðst vona að þau kunni að opna fleiri dyr. Gyða og Sæunn Þorsteinsdóttir sellóleikari voru tilnefndar fyrir hönd Íslands en þær voru í hópi þrettán listamanna sem tilnefndir voru. Gyða var meðal stofnenda rafhljómsveitarinnar múm og er menntuð í sígildri tónlist en hefur ekki einskorðað sig við neina tiltekna tónlistarstefnu að því er segir í rökstuðningi dómnefndar.Sjá einnig: Gyða hlaut tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs „Þetta er náttúrlega rosa mikill heiður og stór viðurkenning,“ segir Gyða í samtali við fréttastofu. „Þetta vonandi opnar einhverjar dyr og gefur mér frelsi til að skapa það sem mig langar til að skapa. Aðspurð segist hún vera með mörg verkefni í pípunum en hún er til að mynda að gefa út nýja plötu snemma á næsta ári. „Hún er tilbúin og ég er mjög spennt fyrir henni og þar er ég að vinna með íslensku tónlistarfólki og svo er bara margt annað,“ segir Gyða. Í febrúar er til að mynda væntanleg plata sem byggir á samstarfsverkefni Gyðu og tvíburasystur hennar Kristínar Önnu Valtýsdóttur, Ragnars Kjartanssonar og tvíburabræðranna Aarons og Bryce Dessner úr hljómsveitinni The National. Í þakkarræðu sinni í gær minntist Gyða sérstaklega á tvíburasystur sína Kristínu Önnu en Gyða segir hana vera stóran part af lífi sínu og hún hafi kennt henni margt. „Svo þegar maður fær svona tilnefningu og einhver verðlaunaafhending, maður fer alltaf að hugsa hvort að maður sé þess verðugur og einhverjir meta sig út frá einhverjum öðrum og einhverjum standördum,“ segir Gyða. Hún hafi reynt að tileinka sér það að láta samanburð við aðra eða einhvers konar keppni ekki ráða för. „Þegar maður elst upp sem tvíburi þá er svo mikil samkeppni og samanburður, líka bara utan frá einhvern veginn. Fólk er alltaf að bera mann saman. Þannig að maður elst svolítið upp við það og klassískt tónlistarnám hjálpaði ekki. Það byrjar snemma svona einhver mælikvarði á mann og hæfileika manns,“ segir Gyða. „Að hafa kynnst þessu tvennu, að vera tvíburi og fara út í tónlistarnám, þá vildi ég svona einhvern veginn fara í hina áttina. Ég veit ekki hvernig ég á að útskýra það, einhvern veginn að þekkja sjálfan sig og bera sig ekki saman við eitthvað annað.“
Íslendingar erlendis Menning Tónlist Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fleiri fréttir Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Sjá meira