Þórdís Kolbrún hitti George Clooney í dag Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 30. október 2019 18:51 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir Vísir/Vilhelm Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hitti leikarann og leikstjórann George Clooney í dag. Ráðherrann eyddi deginum langt úti á landi þar sem hún kynnti sér starfsemi True North og kvikmyndaiðnaðarins. Hún segir frá þessu á Twitter og tekur þar fram að hann hafi verið venjulegur og almennilegur. Var hann þó í gervi sem má ekki sýna og því gat hún ekki birt mynd af honum. „Við spjölluðum um náttúru Íslands, túrisma, pólitík - og veðrið - eins og Íslendingurinn sem ég er. Svo hann var bara léttur og ég var bara létt,“ segir Þórdís um umræðuefni þeirra í dag.Hitti okkar mann George Clooney í dag. Hélt ég yrði í fyrsta sinn star struck en svo var hann bara svo venjulegur og almennilegur og við spjölluðum um náttúru Íslands, túrisma, pólitík - og veðrið - eins og Íslendingurinn sem ég er. Svo hann var bara léttur og ég var bara létt — Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (@thordiskolbrun) October 30, 2019 Clooney er hér á landi vegna kvikmyndarinnar Good Morning, Midnight. Kvikmyndateymi hans hefur leyfi til veru á Skálafellsjökli fram í nóvember en stefnt er á að ljúka tökum 5. nóvember. Clooney leikstýrir myndinni og leikur aðalhlutverkið en það er Netflix sem framleiðir myndina. Veðrið í Vatnajökulsþjóðgarði setti strik í reikninginn í síðustu viku og lágu tökur niðri einn dag vegna veðurs. Spenna er á Höfn í Hornafirði vegna verkefnisins en áttatíu íbúar á svæðinu eru við tökur á myndinni í þessari viku. George Clooney vinnur að Netflix kvikmynd á Íslandi.VísirMyndin Good Morning, Midnight en hún segir frá tveimur vísindamönnum sem reyna hvað þeir geta til þess að halda sambandi hvor við annan í heimi ólíkum þeim sem við þekkjum, þar sem myndin gerist eftir miklar hamfarir sem fara nærri því að eyða öllu mannkyni. Vísindamaðurinn sem Clooney leikur er þannig staðsettur á norðurhveli jarðar á meðan hinn er í geimfarinu Aether, sem flýtur stjórnlaust um geiminn. Vísindamennirnir tveir verða að vinna saman að því að ná markmiði sínu, sem er að komast aftur til annarra eftirlifenda heimsendis. Hollywood Hornafjörður Íslandsvinir Menning Netflix Tengdar fréttir Veðrið á Vatnajökli setti strik í reikninginn hjá George Clooney Vinna við tökur á nýrri mynd George Clooney á Skálafellsjökli lá niðri í gær vegna veðurs. Til stendur að halda tökum áfram í dag. Spenna er á Höfn í Hornafirði en áttatíu íbúar á svæðinu eru að gera sig klára í tökur á myndinni uppi á jökli í næstu viku. 25. október 2019 14:00 George Clooney leitar að aukaleikurum fyrir tökur á Höfn í Hornafirði Um er að ræða vísindaskáldskap sem framleiddur er fyrir Netflix. 3. september 2019 15:39 George Clooney til Íslands í haust Leikarinn geðþekki mun fara með aðalhlutverk í Netflix-mynd sem tekin verður upp hér á landi í haust. Hann fer einnig með leikstjórn myndarinnar. 12. júlí 2019 20:23 Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Clooney orðinn franskur Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sjá meira
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hitti leikarann og leikstjórann George Clooney í dag. Ráðherrann eyddi deginum langt úti á landi þar sem hún kynnti sér starfsemi True North og kvikmyndaiðnaðarins. Hún segir frá þessu á Twitter og tekur þar fram að hann hafi verið venjulegur og almennilegur. Var hann þó í gervi sem má ekki sýna og því gat hún ekki birt mynd af honum. „Við spjölluðum um náttúru Íslands, túrisma, pólitík - og veðrið - eins og Íslendingurinn sem ég er. Svo hann var bara léttur og ég var bara létt,“ segir Þórdís um umræðuefni þeirra í dag.Hitti okkar mann George Clooney í dag. Hélt ég yrði í fyrsta sinn star struck en svo var hann bara svo venjulegur og almennilegur og við spjölluðum um náttúru Íslands, túrisma, pólitík - og veðrið - eins og Íslendingurinn sem ég er. Svo hann var bara léttur og ég var bara létt — Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (@thordiskolbrun) October 30, 2019 Clooney er hér á landi vegna kvikmyndarinnar Good Morning, Midnight. Kvikmyndateymi hans hefur leyfi til veru á Skálafellsjökli fram í nóvember en stefnt er á að ljúka tökum 5. nóvember. Clooney leikstýrir myndinni og leikur aðalhlutverkið en það er Netflix sem framleiðir myndina. Veðrið í Vatnajökulsþjóðgarði setti strik í reikninginn í síðustu viku og lágu tökur niðri einn dag vegna veðurs. Spenna er á Höfn í Hornafirði vegna verkefnisins en áttatíu íbúar á svæðinu eru við tökur á myndinni í þessari viku. George Clooney vinnur að Netflix kvikmynd á Íslandi.VísirMyndin Good Morning, Midnight en hún segir frá tveimur vísindamönnum sem reyna hvað þeir geta til þess að halda sambandi hvor við annan í heimi ólíkum þeim sem við þekkjum, þar sem myndin gerist eftir miklar hamfarir sem fara nærri því að eyða öllu mannkyni. Vísindamaðurinn sem Clooney leikur er þannig staðsettur á norðurhveli jarðar á meðan hinn er í geimfarinu Aether, sem flýtur stjórnlaust um geiminn. Vísindamennirnir tveir verða að vinna saman að því að ná markmiði sínu, sem er að komast aftur til annarra eftirlifenda heimsendis.
Hollywood Hornafjörður Íslandsvinir Menning Netflix Tengdar fréttir Veðrið á Vatnajökli setti strik í reikninginn hjá George Clooney Vinna við tökur á nýrri mynd George Clooney á Skálafellsjökli lá niðri í gær vegna veðurs. Til stendur að halda tökum áfram í dag. Spenna er á Höfn í Hornafirði en áttatíu íbúar á svæðinu eru að gera sig klára í tökur á myndinni uppi á jökli í næstu viku. 25. október 2019 14:00 George Clooney leitar að aukaleikurum fyrir tökur á Höfn í Hornafirði Um er að ræða vísindaskáldskap sem framleiddur er fyrir Netflix. 3. september 2019 15:39 George Clooney til Íslands í haust Leikarinn geðþekki mun fara með aðalhlutverk í Netflix-mynd sem tekin verður upp hér á landi í haust. Hann fer einnig með leikstjórn myndarinnar. 12. júlí 2019 20:23 Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Clooney orðinn franskur Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sjá meira
Veðrið á Vatnajökli setti strik í reikninginn hjá George Clooney Vinna við tökur á nýrri mynd George Clooney á Skálafellsjökli lá niðri í gær vegna veðurs. Til stendur að halda tökum áfram í dag. Spenna er á Höfn í Hornafirði en áttatíu íbúar á svæðinu eru að gera sig klára í tökur á myndinni uppi á jökli í næstu viku. 25. október 2019 14:00
George Clooney leitar að aukaleikurum fyrir tökur á Höfn í Hornafirði Um er að ræða vísindaskáldskap sem framleiddur er fyrir Netflix. 3. september 2019 15:39
George Clooney til Íslands í haust Leikarinn geðþekki mun fara með aðalhlutverk í Netflix-mynd sem tekin verður upp hér á landi í haust. Hann fer einnig með leikstjórn myndarinnar. 12. júlí 2019 20:23
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein