Verkföll gætu stöðvað blaðaútgáfu á svörtum föstudegi Sighvatur Arnmundsson skrifar 24. október 2019 06:00 Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir stefna í skæruverkföll strax í næsta mánuði. visir/vilhelm Aðgerðaáætlun vegna hugsanlegra verkfalla Blaðamannafélagsins (BÍ) er í mótun en er orðin nokkuð endanleg. Þetta segir Hjálmar Jónsson, formaður BÍ. Byrjað verður á fjögurra tíma vinnustöðvun á vefmiðlum, sem næði einnig til ljósmyndara og tökumanna, föstudaginn 8. nóvember. Það tímabil mun lengjast í átta tíma föstudaginn 15. nóvember og tólf tíma föstudaginn 22. nóvember. „Ef það dugar ekki til að semja við okkur um það sama og aðrir hafa fengið erum við með hugmyndir um verkfall á prentmiðlunum fimmtudaginn 28. nóvember í aðdraganda svarts föstudags,“ segir Hjálmar. Svartur föstudagur er útsöludagur að bandarískri fyrirmynd sem hefur fest sig í sessi hér á landi. Vegna fjölda útsöluauglýsinga eru dagblöðin umræddan dag með stærstu blöðum ársins. Samningar blaðamanna hafa verið lausir frá áramótum en Hjálmar telur að næsti fundur sem verður á þriðjudaginn geti ráðið úrslitum. „Ef sá fundur skilar ekki árangri veður væntanlega kosið um verkfallsaðgerðir á miðvikudaginn. Það er verið að bjóða okkur minna heldur en öllum öðrum stéttum í þessu landi. Ég er mjög ósáttur út í sjálfan mig fyrir að láta draga mig á asnaeyrunum og vera ekki kominn með samning eftir rúma tíu mánuði.“ Hjálmar segir að ágætlega gangi að semja við minni aðila. „Verkfallið tekur bara til þeirra aðila sem vilja ekki semja við okkur. Fjögur fyrirtæki hafa illu heilli kosið að fela SA samningsumboð sitt.“ Umræddir miðlar eru Fréttablaðið, Morgunblaðið, Sýn og RÚV en Hjálmar telur að um þriðjungur fréttamanna RÚV sé í Blaðamannafélagi Íslands. Hjálmar segir að frá fyrri tíð liggi fyrir að eigendur og framkvæmdastjórar megi vinna komi til verkfalla. „Fréttastjórar og ritstjórar eru í Blaðamannafélaginu og áhöld um það hvort þeir megi vinna. En það hvarflar ekki að mér að þeir fari að ganga í störf sinna undirmanna.“Blaðamenn og ljósmyndarar á ritstjórnum Fréttablaðsins og Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar eru félagar í Blaðamannafélagi Íslands. Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Kjaramál Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Aðgerðaáætlun vegna hugsanlegra verkfalla Blaðamannafélagsins (BÍ) er í mótun en er orðin nokkuð endanleg. Þetta segir Hjálmar Jónsson, formaður BÍ. Byrjað verður á fjögurra tíma vinnustöðvun á vefmiðlum, sem næði einnig til ljósmyndara og tökumanna, föstudaginn 8. nóvember. Það tímabil mun lengjast í átta tíma föstudaginn 15. nóvember og tólf tíma föstudaginn 22. nóvember. „Ef það dugar ekki til að semja við okkur um það sama og aðrir hafa fengið erum við með hugmyndir um verkfall á prentmiðlunum fimmtudaginn 28. nóvember í aðdraganda svarts föstudags,“ segir Hjálmar. Svartur föstudagur er útsöludagur að bandarískri fyrirmynd sem hefur fest sig í sessi hér á landi. Vegna fjölda útsöluauglýsinga eru dagblöðin umræddan dag með stærstu blöðum ársins. Samningar blaðamanna hafa verið lausir frá áramótum en Hjálmar telur að næsti fundur sem verður á þriðjudaginn geti ráðið úrslitum. „Ef sá fundur skilar ekki árangri veður væntanlega kosið um verkfallsaðgerðir á miðvikudaginn. Það er verið að bjóða okkur minna heldur en öllum öðrum stéttum í þessu landi. Ég er mjög ósáttur út í sjálfan mig fyrir að láta draga mig á asnaeyrunum og vera ekki kominn með samning eftir rúma tíu mánuði.“ Hjálmar segir að ágætlega gangi að semja við minni aðila. „Verkfallið tekur bara til þeirra aðila sem vilja ekki semja við okkur. Fjögur fyrirtæki hafa illu heilli kosið að fela SA samningsumboð sitt.“ Umræddir miðlar eru Fréttablaðið, Morgunblaðið, Sýn og RÚV en Hjálmar telur að um þriðjungur fréttamanna RÚV sé í Blaðamannafélagi Íslands. Hjálmar segir að frá fyrri tíð liggi fyrir að eigendur og framkvæmdastjórar megi vinna komi til verkfalla. „Fréttastjórar og ritstjórar eru í Blaðamannafélaginu og áhöld um það hvort þeir megi vinna. En það hvarflar ekki að mér að þeir fari að ganga í störf sinna undirmanna.“Blaðamenn og ljósmyndarar á ritstjórnum Fréttablaðsins og Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar eru félagar í Blaðamannafélagi Íslands.
Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Kjaramál Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira