Innlent

Blaðamenn greiddu atkvæði með vinnustöðvunum

Kjartan Kjartansson skrifar
Greidd voru atkvæði á skrifstofu Blaðamannafélagsins.
Greidd voru atkvæði á skrifstofu Blaðamannafélagsins. Vísir/Jóhann K.
Afgerandi meirihluti greiddi atkvæði með vinnustöðvunum félaga í Blaðamannafélagi Íslands í dag. Af þeim sem greiddu atkvæði samþykktu 83,2% vinnustöðvanirnar en 12,9% greiddu atkvæði gegn þeim.Alls voru 211 á kjörskrá og greiddi 131 atkvæði. Kjörsókn var því 62%. Af þeim greiddu 109 atkvæði með vinnustöðvununum en sautján gegn. Auðir og ógildir seðlar voru fimm.Vinnustöðvanirnar ná til blaða-, frétta- og myndatökumanna hjá Árvakri, sem gefur út Morgunblaðið og mbl.is, Ríkisútvarpinu, Sýn, sem rekur fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar, og Torgi, sem gefur út Fréttablaðið og samnefnda vefsíðu.Að óbreyttu fara blaða- og myndatökumenn netmiðlanna í fjögurra tíma verkfall föstudaginn 8. nóvember frá klukkan 10 til 14, í átta tíma frá 10 til 18 hinn 15. nóvember og í tólf klukkustundir fimmtudaginn 22. nóvember. Hafi enn ekki náðst samningar fimmtudaginn 28. nóvember leggja blaðamenn á prentútgáfum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins niður störf í einn dag og nær sú vinnustöðvun einnig til ljósmyndara og tökumanna á þessum miðlum.Blaðamenn hafa verið samningslausir frá því um áramót en ekkert hefur miðað í viðræðum félags þeirra við Samtök atvinnulífsins. Viðræðum hefur þó enn ekki verið slitið.Fréttin hefur verið uppfærð.

Vinnustöðvanir félaga í Blaðamannafélaginu eiga sér stað þessa daga ef ekki verður samið áður.Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.