Bæta megi meðferð mála gegn lögreglu Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 21. október 2019 08:00 Héraðssaksóknari segir það óheppilegt að brot lögreglumanna sem framin eru utan vinnutíma séu rannsökuð af lögreglustjóra eins og önnur brot. Þannig séu samstarfsmenn að rannsaka brot vinnufélaga. Fréttablaðið/Ernir Héraðssaksóknari telur vankanta vera á fyrirkomulagi rannsókna og saksóknar fyrir refsiverð brot lögreglumanna. Þetta kemur fram í umsögn héraðssaksóknara til allsherjar- og menntamálanefndar um tillögu Pírata um sjálfstætt eftirlit með starfsemi og starfsháttum lögreglu. Þeir þættir sem nefndir eru í umsögninni lúta að meginreglunni um hlutleysi og sjálfstæði ákæruvaldsins. Lögreglumenn hjá embætti héraðssaksóknara rannsaka bæði meint brot einstaklinga gegn valdstjórninni og kærur á hendur lögreglumönnum. „Það gerist oft að sama atvik leiðir til rannsóknar á meintu valdstjórnarbroti og rannsóknar á meintu broti lögreglu í starfi. Það getur verið óheppilegt,“ segir Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari, spurð nánar um umsögnina. Héraðssaksóknari fer með ákæruvald í alvarlegustu brotum á hegningarlögum svo sem manndráp og alvarleg líkamsárásarmál og kynferðisbrotamál. Slík mál eru rannsökuð af lögreglustjórum, hverjum í sínu umdæmi. „Lögreglumenn sem koma að þessum málum eru því oft vitni þegar málin fara fyrir dóm og kallar það á nokkur samskipti við lögreglumenn,“ segir Kolbrún. Hún bendir einnig á að brot lögreglumanna sem framin eru utan vinnutíma, séu rannsökuð af viðkomandi lögreglustjóra eins og önnur brot. „Það getur að sjálfsögðu verið óheppilegt að samstarfsmenn rannsaki brot vinnufélaga sinna,“ segir Kolbrún.Kolbrún Benediktsdóttir er varahéraðssaksóknari.vísir/vilhelmÍ tillögu Helga Hrafns Gunnarssonar um sjálfstætt eftirlit með lögreglu er lagt til að komið verði á fót sérstakri stofnun á vegum Alþingis sem hafi sjálfstætt eftirlit með starfsemi og starfsháttum lögreglu. Stofnunin hefði það hlutverk að hefja athugun mála að eigin frumkvæði, taka við kærum einstaklinga sem telja lögreglu hafa brotið gegn réttindum sínum, rannsaka ætluð brot lögreglumanna í starfi, rannsaka tilkynningar um einelti og kynferðislega áreitni innan lögregluliða og rannsaka efni nafnlausra ábendinga innan lögreglu eða stjórnsýslu. Þá verði einnig kannað hvort slík stofnun gæti farið með ákæruvald í málum sem undir hana heyra. Aðspurð um ákæruvald hjá slíkri stofnun segist Kolbrún ekki hafa tekið afstöðu til þess hvort slík leið væri heppileg. Það kalli á sérstaka skoðun en misjafnt sé á Norðurlöndum hvor leiðin sé farin. „Öll umræða um málaflokkinn er hins vegar af hinu góða enda miklir hagsmunir fólgnir í því að traust ríki um hann, bæði hjá borgurunum og eins hjá starfsmönnum lögreglu,“ segir Kolbrún. Eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir helgi hefur nefnd um eftirlit með lögreglu einnig veitt umsögn um málið og telur nefndin að þörf sé fyrir öflugra eftirlit með lögreglu og ríkari og víðtækari rannsóknarheimildir en nefndin hefur nú. Í umsögninni segir að það myndi auka slagkraft nefndarinnar verulega „ef bæði lagaheimildir nefndarinnar og starfsumhverfi gerðu það kleift að hjá nefndinni væri starfandi rannsakandi sem kæmi að rannsókn þeirra mála sem nefndin hefði til meðferðar hverju sinni“. Hlutverk nefndarinnar er að koma kvörtunum vegna lögreglu í viðeigandi farveg og eftir atvikum koma með athugasemdir við afgreiðslu og meðferð mála. Nefndin hefur hins vegar engar sjálfstæðar rannsóknarheimildir og getur ekki beitt lögreglumenn eða lögreglustjóra viðurlögum. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Lögreglan Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Héraðssaksóknari telur vankanta vera á fyrirkomulagi rannsókna og saksóknar fyrir refsiverð brot lögreglumanna. Þetta kemur fram í umsögn héraðssaksóknara til allsherjar- og menntamálanefndar um tillögu Pírata um sjálfstætt eftirlit með starfsemi og starfsháttum lögreglu. Þeir þættir sem nefndir eru í umsögninni lúta að meginreglunni um hlutleysi og sjálfstæði ákæruvaldsins. Lögreglumenn hjá embætti héraðssaksóknara rannsaka bæði meint brot einstaklinga gegn valdstjórninni og kærur á hendur lögreglumönnum. „Það gerist oft að sama atvik leiðir til rannsóknar á meintu valdstjórnarbroti og rannsóknar á meintu broti lögreglu í starfi. Það getur verið óheppilegt,“ segir Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari, spurð nánar um umsögnina. Héraðssaksóknari fer með ákæruvald í alvarlegustu brotum á hegningarlögum svo sem manndráp og alvarleg líkamsárásarmál og kynferðisbrotamál. Slík mál eru rannsökuð af lögreglustjórum, hverjum í sínu umdæmi. „Lögreglumenn sem koma að þessum málum eru því oft vitni þegar málin fara fyrir dóm og kallar það á nokkur samskipti við lögreglumenn,“ segir Kolbrún. Hún bendir einnig á að brot lögreglumanna sem framin eru utan vinnutíma, séu rannsökuð af viðkomandi lögreglustjóra eins og önnur brot. „Það getur að sjálfsögðu verið óheppilegt að samstarfsmenn rannsaki brot vinnufélaga sinna,“ segir Kolbrún.Kolbrún Benediktsdóttir er varahéraðssaksóknari.vísir/vilhelmÍ tillögu Helga Hrafns Gunnarssonar um sjálfstætt eftirlit með lögreglu er lagt til að komið verði á fót sérstakri stofnun á vegum Alþingis sem hafi sjálfstætt eftirlit með starfsemi og starfsháttum lögreglu. Stofnunin hefði það hlutverk að hefja athugun mála að eigin frumkvæði, taka við kærum einstaklinga sem telja lögreglu hafa brotið gegn réttindum sínum, rannsaka ætluð brot lögreglumanna í starfi, rannsaka tilkynningar um einelti og kynferðislega áreitni innan lögregluliða og rannsaka efni nafnlausra ábendinga innan lögreglu eða stjórnsýslu. Þá verði einnig kannað hvort slík stofnun gæti farið með ákæruvald í málum sem undir hana heyra. Aðspurð um ákæruvald hjá slíkri stofnun segist Kolbrún ekki hafa tekið afstöðu til þess hvort slík leið væri heppileg. Það kalli á sérstaka skoðun en misjafnt sé á Norðurlöndum hvor leiðin sé farin. „Öll umræða um málaflokkinn er hins vegar af hinu góða enda miklir hagsmunir fólgnir í því að traust ríki um hann, bæði hjá borgurunum og eins hjá starfsmönnum lögreglu,“ segir Kolbrún. Eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir helgi hefur nefnd um eftirlit með lögreglu einnig veitt umsögn um málið og telur nefndin að þörf sé fyrir öflugra eftirlit með lögreglu og ríkari og víðtækari rannsóknarheimildir en nefndin hefur nú. Í umsögninni segir að það myndi auka slagkraft nefndarinnar verulega „ef bæði lagaheimildir nefndarinnar og starfsumhverfi gerðu það kleift að hjá nefndinni væri starfandi rannsakandi sem kæmi að rannsókn þeirra mála sem nefndin hefði til meðferðar hverju sinni“. Hlutverk nefndarinnar er að koma kvörtunum vegna lögreglu í viðeigandi farveg og eftir atvikum koma með athugasemdir við afgreiðslu og meðferð mála. Nefndin hefur hins vegar engar sjálfstæðar rannsóknarheimildir og getur ekki beitt lögreglumenn eða lögreglustjóra viðurlögum.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Lögreglan Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira