Innlent

Logaði á fleiri en einum stað á Sogavegi

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Nokkur erill var hjá slökkviliðinu í nótt.
Nokkur erill var hjá slökkviliðinu í nótt. vísir/vilhelm

Eldur kom upp í mannlausu einbýlishúsi á Sogavegi í morgun. Tilkynning barst um klukkan 6:30 og tók aðeins nokkrar mínútur fyrir slökkviliðsmennina að slökkva eldinn.

Varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins sagði óljóst um eldsupptök en tók þó fram að eldur hafi logað í húsinu á fleiri en einum stað og er málið í rannsókn.

Að öðru leyti var nokkur erill hjá slökkviliðinu í nótt og var mikið um sjúkraflutninga.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.