Innlent

Heldur dregið úr jarð­skjálfta­hrinunni fyrir norðan

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá Kópaskeri en flestir skjálftarnir hafa mælst vestnorðvestur af bænum.
Frá Kópaskeri en flestir skjálftarnir hafa mælst vestnorðvestur af bænum. vísir/vilhelm
Yfir 500 skjálftar hafa mælst í jarðskjálftahrinu sem hófst á Norðausturlandi síðdegis á laugardag.

Heldur hefur þó dregið úr hrinunni þótt hún sé vissulega enn í gangi að sögn Sigþrúðar Ármannsdóttur, jarðvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands, en ómögulegt sé að segja til um hver þróunin verður. Hrinan geti alveg dottið niður eða farið upp á ný.

Jarðskjálftarnir eru á svokölluðu Tjörnesbrotabelti og segir Sigþrúður það alvanalegt að hrinur séu á svæðinu. Engin merki eru um gosóróa.

Flestir skjálftarnir nú hafa verið litlir, eða á milli einn til tveir að stærð. Samkvæmt töflu á vef Veðurstofunnar hafa tveir skjálftar mælst yfir þremur og urðu þeir báðir í gær.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×